Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1916, Side 6

Ægir - 01.09.1916, Side 6
• 110 ÆGIR olíukaupin í hitt eð fyrra og í fyrra- haust, |)á væri það landinu enginn ó- magi í nokkur komandi ár. Það feklc olíuna í fyrra 4. október og þegar síð- ustu tunnurnar voru seldar í maí í vor, þá hækkaði olía um 15 kr. tunnan. í fulla 7 mánuði hélst öll olía í sama verði og Fiskifélagið seldi sína og hvað verður það í vasa landsmanna? Eg skal fara lágt með reikninginn, en setum að olía hefði verið 40 kr. tunnan hefði eng- in önnur olía verið á boðs]ólum en olía Steinolíufélagsins. Þar verða 7 kr. verð- munur. Fiskifélagið seldi um 3300 tunn- ur, þar koma 23,000 kr. að eins á olíu Fiskifélagsins. Látum svo Steinolíufélagið hafa selt 0000 tunnur á sama tímabili og haldið sínu verði 7 kr. lægra vegna samkepni, þar koma 42,000 kr., og er eg legg 23 ])ús. við eru hér komnar samtals 65,000 kr. En hver segir að verð á oliu á þessu tímabili hefði ekki verið um 50 kr. tunn- an, hefði engin samkepni verið. Setum að selst hefðu 9000 tunnur með 15 kr. verð- mun, þá komumst við upp í 135,000 kr. i beinan ágóða, sem öll iilgerðin hefir stungið í sinn vasa, eða allir, sem oliu liafa keypt; hafa menn nokkurntíma hugsað um þelta? Sumir menn ætla að ekkert gagn sé i Fiskifélaginu, vegna þess að það er ekki kaupfélag, en hverjum getur dottið í hug, að landið styrki kaupfélag og hvernig hefði sú kaupmenska orðið. Hvers vegna dettur ekki Norðmönnum í hug að gera kaupfélag úr Fiskifélagi sínu, það kostar landið um 90—100 þús. kr. árlega og Norðmenn eru kaupsýslumenn og vilja ekki tapa fé. Engum Norð- manni mundi detta kaupfélag í hug í sambandi við Fiskifélagið. Þeir vita hvað Fiskifélag þeirra hefir gert fyrir veiðarn- ar og fiskimennina og telja ekki peninga þá eftir, sem útheimtast til starfsins. Hér á alt að gerast í einu. Allir vilja vera með í félagsskapnum í byrjun, en svo minkar áhuginn smámsaman. Kaup- menn munu sumir hafa þá hugmynd, að Fiskifélagið vinni gegn sér, en það er misskilningur, það vinnur að því að reyna að safna íslenskum fiskimönnum í eina heild, án æsinga, og hefir aldrei haft verkföll á stefnuskrá sinni, en hefir leitast við að stj'ðja þá, sem leilað hafa einhvers með ráði og dáð. Á þessum voðaárum má ekki vænta mikils, livorki af einum né öðrum; við verðum að dansa eins og stórveldin vilja, það erum við búnir að reyna; alt er á reyki og í óvissu og við höfum enga lnigmynd um þær breytingar, sem hér kunna að verða að ófriðnum loknum. Það má gera svo margt fyrir fiskimenn sem getur orðið eins affárasælt og að Fiskifélagið væri að káka við kaup- mensku, en þvi að eins getur það orðið sterkt og öílugl, að meðlimir þess haldi fast saman, láti til sín heyra, leyti ráða og hafi það hugfast hvað Fiskifélagið er og í hvaða átt það starfar, það sýna lögin og allar deildir hafa þau. 20. sept. 1916. Sveiixbjörn Egilson. * * « Hver stefna Fiskifjelags íslands er og á að vera, sjest best á því er hjer fer á eftir, og í þeim tilgangi, sem þar skýrir var fjelagið stofnað: »Eins og yður mun kunnugt, var Fiski- fjelag íslands stofnað 1910, með því fyr- ir augum, að styðja og ella samtök og fjelagsskap meðal sjómannastjettar í land- inu; nauðsynin og þörfin á því hefur

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.