Ægir - 01.09.1916, Page 13
Æ G I R
117
Furða var, hve vel menn á þessu
svæði sluppu við vorharðindin, enda var
eigi nándanærri eins mikill snjór þar og
þegar austar dró á landinu, t. d. á Skag-
anum, Fljótum, Siglufirði, Eyjafirði ut-
anverðum og Tjörnesi.
Hjálpar það mikið búskapnum á
Ströndum, hve beitin er afar góð, ef
einhversstaðar næst til jarðar.
Goðafoss var þvi nær fullfermdur af
kornvörum, sem landsstjórnin var að
senda ýmsum bygðarlögum norðanlands
og þó einkum við Húnallóa, því þar
mun bjargarleysið hafa sorfið fastast að
og var þó einna verst Iátið yfir ástand-
inu i Vindhælishreppi. Álti skipið að
koma á allar hafnir við Húnaflóa eins
og leið liggur austur eftir. En á ísafirði
fekk skipstjóri tilmæli simleiðis frá lands-
stjórninni um að fara fyrst til Skaga-
strandar áður en hann færi á aðrar hafn-
it' í llóanum, þar eð ella gæti tjón af
hlotist ef nokkuð drægist að menn þar
lengi fóðurbæti.
Skipstjóri rjeð því af að halda beint
til Skagaslrandar frá Reykjarfirði.
Var því haldið þangað og aífermt það
sem i náðist af vörum, sem þangað áltu
að fara. Að þvi húnu var haldið til
Glönduóss og aífermt þar nokkuð af
vörum.
Þá var stefnt vestur yfir ílóann aftur,
til Steingrimsfjarðar.
í heila viku hafði verið dimmviðri á
hverjum degi, en eigi mjög mikið frost,
oti dag þann, er vjer fórum frá Rlöndu-
°si var þó öllu meiri snjógangur en ver-
tð hafði undanfarandi daga. Þólti skip-
sijóra of dimt að sigla inn á Steingríms-
Ijörð og réð því af að halda til Mið-
tjai’ðar. Þar lágum vjer i tvo daga i
lersla verði. Var stundum svo svartur
kafaldsbylur að eigi sást lil lands og lá
fió skipið örskamt frá landi.
Á Hvammstanga og yfir höfuð i Mið-
firðinum, er mjög litil sjávarútgerð og er
fremur sjaldgæft að fiskur gangi inn á
fjörðinn, en út fyrir Vatnsnes er afar-
löng leið, en þar er allfiskisælt síðari
hluta sumars. Á fiestum bæjum í Mið-
firðinum ulanverðum mun þó bátur lil
og er þeim stundum róið til fiskjar að
haustinu ef fiskur gengur inn.
Naumast mun þurfa að gera við því,
að þarna borgi sig að hafa sjávarútgerð,
til þorskveiða, en þar sem sildin gengur
inn á hvern vog og vík í Ilúnallóa á
hverju sumri, má það teljast óhæfilegt
framtaksleysi að þeir, er við sjóinn búa
eigi haía enn aílað sjer neta til að veiða
sildina i. Síður mundu bændur við
Húnaflóa þurfa að kvíða hörðum vor-
um, ef þeir ætti nokkrar tunnur af góðri
hafsild frá sumrinu á undan, hvort held-
ur til manneldis eða fóðurbætis. Nú er
mjög ilt að alla sjer allskonar veiðarfæra,
jafnvel þeim er fengist hafa við útgerð
áður og væri því vorkunn, að úr hömlu
drægist fyrir Miðfirðingum að afla sjer
síldarnets meðan dýrtiðin stendur yfir,
en að hejini lokinni mega þeir, sem land
eiga að sjó, með engu móti láta dragast
að atla sjer síldarnets, svo að þeir geli
tekið síldina þegar hún gengur upp að
landinu. Þótt kaupafólk sje orðið dýrt
og því erfitt að stunda land og sjó í
einu, ber þó þess að gæta, að 1' tunna
af vel verkaðri sild, er til fóðurbætis á
við marga kapla af lieyi og til manneld-
is á við ekki svo fáa dilkskroppa og
mundi því borga sig betur að taka dýra
kaupamenn til að stunda sildarveiði en
til að slá, að minsta kosti þegar gras-
vöxtur er ekki þvi betri.
Frá Hvammstanga var haldið lil Borð-
eyrar. Þar er alls engin sjávarútgerð,
enda liggur Borðeyri því nær inn við
botn á Hrútafirði, svo sem kunnugt er.