Ægir - 01.09.1916, Page 15
Æ G I R
119
i það, ef það væri gert jafnlágt sjónuni
og óvísi hvort vatnsbotninn er svo blaut-
ur að hægt sje að dýpka vatnið. Þá er
og i Fljótum vatn eilt mikið, er nefnist
Miklavatn. Vatnið er alt að 1 mílu á
lengd og fjell, til skamms tima, sjór inn
i vatnið með hverju flóði og var þá tals-
vert aí sjávarfiskum í því, svo sem þorski,
kola og sild.
Júlíus skipstjóri á »Goðafossi« kvað
þarna einhvern líklegasta stað, sem hann
þekti, fil hafnargerðar, og víst er um það,
að ju-ði unt að gera þarna höfn, þá lægi
hún betur við síldveiðum en jafnvel
nokkur önnur höfn á landinu, því þarna
i'jelt fram af, á Haganesvíkinni, er síldin
talin að standa stöðugast og í austan
stormum mun þar mest hlje og því oft-
ar hægt að vera þar að veiðum.
Að öðru leyti skal ekkert fullyrt um
niöguleika til hafnargerðar þarna.
Á Siglufirði var afarmikill snjór, svo
að sum húsin voru hálf í kafi. Talsvert
hafði sjóvarnargarður sá, er bygður var
í fyrra sumar skemst af sjógangi í vetur
sem leið og virtist hann þó alltraustur.
Gefur það eigi góðar vonir. um síldar-
bryggjur þar, er síldarútgerðarmenn ætla
að láta byggja fyrir neðan og utan túnið
á Hvanneyri. Annars er orðið svo þröngt
á Siglufirði að vorkunn er þótt menn
byggi á ekki sem álitlegustu stöðum.
Á Hjalteyri eru nokkrar góðar bryggj-
ur, en nú er ströndin þar, sem best er
hlje fyrir hafsjóum öll upptekin og var
nú byrjað að byggja bryggjur ulan á
eyrinni og hlýtur þar að koma mikið
brimrót að vetrinum og jafnvel að sumr-
mu virðist að órólegt hljóti að verða við
þær bryggjur í landnorðanátt.
Á öllum stöðum á Norðurlandi þar
sem síldveiði er stunduð var nú verið
nð búa sig undir veiðitímann. Var tjöldi
smiða og verkamanna með skipinu frá
Reykjavík, sem áttu að byggja hús eða
bryggjur á ýmsum stöðum.
Sumstaðar var efniviður kominn til
þessara bygginga, í öðrum stöðum var
lians von á hverjum degi.
Á Siglufirði og höfnunum við Eyja-
fjörð var viðstaðan stutt ög var þá haldið
til Húsavíkur.
Jeg hafði með mjer rekakkeri og sýndi
jeg það á flestum stöðum þar sem jeg
kom. Hefi jeg mikla von um að fiski-
menn fari alment að nota það, því bæði
leist mönnum vel á áhaldið og svo virð-
ist alment áhugi vaknaður á að nota
slík tæki. Hafa jafnvel nokkrir formenn
búið sjer til rekakkeri, sem að vísu ekki
eru eins góð, en geta þó komið að miklu
gagni. Benti jeg á hvernig hægt væri að
hafa lýsi í hringnum í opi akkerisins og
fjellust menn á, að með því væri því nær
einatt hægt að verja skip áföllum i stórsjó.
Annars virðist mikil framför í sjávarút-
vegnum að þvi er snertir hirðingu vjela
og segla, þótt því miður sje enn nokkuð
ábótavant.
Allstaðar virtust sjómenn og útgerðar-
menn ánægðir með lögin um atvinnu
við siglingar og vjelgæslu og þó einkum
um skilyrði fyrir formensku á mótor-
bátum. Heyrði jeg engan telja þau of
hörð, heldur miklu fremur hið gagn-
stæða og er það rjett álitið.
Á Húsavík voru menn sem óðast að
húa sig undir sumarvertíðina;
Frá Húsavik var haldið til Kópaskers.
Það kauptún liggur við suðausturhorn
Axarfjarðar. Þar er lítill eða enginn sjáv-
arútvegur því fiskur gengur sjaldan inn
á fjörðinn og þó líklega oftar en menn
vita.
Aftur á móti má ætla að sild gangi
inn á fjörðinn í flestum árum og ættu
menn þar í kring að athuga það betur
en gert er. Mjög mikil hrognkelsaveiði