Ægir - 01.11.1917, Blaðsíða 8
160
ÆGÍR
þar miklu betra. Þótti mönnum þetta
þungar búsifjarj og eyrðu illa þessum
yfirgangi kaupmanna.
Gengust þá ýmsir atkvæðamenn fyrir
því að fundur var haldinn i Grenivik,
til þess að ræða um hvað gera skyldi.
Var það ráðið á þeim fundi að senda
mann þegar suður til Reykfavikur, til
þess að semja við kaupmenn þar, um
að senda vörur norður og kaupa vörur
í staðinn af Eyfirðingum. Tryggvi var
við smíðar í Grenivík, hjá Jóni Loftssyni
skipstjóra er fundurinn var haldinn og
skoruðu fundarmenn nú fast á Tryggva
að fara förina.
Reið Tryggvi suður einn og leysti er-
indið af hendi með hinni mestu forsjá
og dugnaði. Hann fékk loforð kaup-
manna syðra um vörur, gæti hann kom-
ið suður roeð afurðir hænda. Reið hann
þá norður aflur og náði saman skips
farmi og var það aðallega lj'si. Hann
fór þegar suður aftur með farminn og
var liann um 6000 ríkisdala virði. Skip-
inu kom hann svo norður aftur hlöðnu
af nauðsynjavöru. Gekk öll þessi verzlun
svo greiðlega, að hreinn ágóði af fyrir-
tækinu voru 1335 rikisdalir — og ein-
okrunarhringur kaupmanna var brotinn.
Sýndi Tryggvi hina mestu fyrirhyggju
i öllu þessu máli og varaðist öll ráð
kaupmanna, sem að sjálfsögðu gerðu alt
til þess að vinna fyrirtækinu tjón. Fékk
hann af þessu hið mesta lof og traust
manna.
Næstu árin bættu kaupmenn verzlun-
ina nokkuð fyrir bragðið og verzlunar-
samtökin féllu niður i bili. Þá sneri
Tryggvi sér að búskap, eins og áður er
sagt. En vegna þessara framkvæmda hans
var það, að bændur lögðu svo fast að
honum að takast á hendur kaupstjóra-
stöðuna við Gránufélagið.
Á árunum 1869—1871 lifði mikill á-
hugi um alt land, um að stofna innlend
verzlunarfélög. Langstærsta og merkasta
félagið. af þeim mörgu sem þá voru
mynduð var Gránufélagið, og það var
því fyrst og fremst að þakka, aðTryggvi
Gunnarsson varð kaupstjóri þess.
í litlu æfisögubroti, sem ritað er 1888,
segir Tryggvi sjálfur svo frá: »Gránufé-
lag hyrjaði 1871 með einu skipi og ein-
um farmi, en frá 1877 til 1883 átti það
þrjú skip og flutti 10 til 15 skipsfarma
til Islands og hafði nálægt 500,000 króna
verzlun. Þau árin hefir félagið rekið eina
með stærstu eða stærsta verzlun á íslandi;
síðan hafa lengst af verið hörð ár og
hafís mikill norðanlands, svo verzlun fé-
lagsins er, eins og annara, minni nú en
áður, þó líklega með þeim stærstu norð-
anlands og hefir fimm fasta verzlunar-
staði«.
»í þau 18 ár, er félagið hefir staðið,
hefir það, með hetra vöruverði, einkum
á útlendri vöru, llutt i hendur lands-
manna svo skiftir hundrað þúsundum
króna«.
Hér er ekkert ofmælt. Meðan Tryggvi
stýrði Gránufélagi varð vegur þess mikill
og ágætur. Kaupmenn ætluðu að ríða
það niður í fyrstu, en þeir máttu engu
við koma, því að Tryggvi sá við öllum
brögðum þeirra og urðu þeir skjótt að
láta sér lynda, að meir og meir drógst
af verzlun í hendur Gránufélagi, og sjálf-
ir urðu þeir að miða verð við það, sem
Tryggvi setti á vörurnar. Verzlun á öllu
Norður- og Austurlandi batnaði stórlega.
Samfara hinni bættu verzlun var mörg-
um öðrum nauðsynjum hrundið í fram-
kvæmd og var Tryggvi jafnan fremstur í
flokki.
Fram að árinu 1877 var saltfiskur ekki
verkaður norðanlands og ekkert flutt af
saltfiski þaðan til útlanda. Tryggvi gekst
fyrir því að fá mann af Vesturlandi, sem