Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1917, Blaðsíða 21

Ægir - 01.11.1917, Blaðsíða 21
ÆGIR 173 staðfest má ekki breyta á annan hátt en með þeirri aðferð, er hún var stotnuð, Samþyktin heldur ekki gildi lengur en 10 ár í senn, en endurnýja má hana um jafnlangan tíma í senn á sama hátt, er hún var selt. Stjórnarráðið hlutast lil um, að fiski- veiðasamþyktir séu prentaðar í B-deild Stjórnartiðindanna. 6. gr. í samþyktum þessum má ákveða um þau atriði, sem áriðandi eru fyrir fiskiveiðar á opnum skipum og mótor- hátum, innan 30 smálesta, í. þyi héraði, er samþyktin nær yfir, svo sem um það, hver veiðarfæri og beitu skuli hafa við fiskiveiðar á hverjum stað og hverjum árstíma, og eins um það, hvort fiskilóðir og net megi að færu veðri og forfalla- laust og aí ásettu ráði liggja í sjó yfir nóttu, og hvernig neta- og lóðalögnum skuli hagað, til þess að fiskiveiðum sé ekki varnað um skör fram eða hand- færaveiði sé spilt. Svo má og með sam- þykt setja reglur um niðurburð fyrir fisk og slægingu á sjó. Með samþykt má og banna niðurskurð á hákarli á opnum skipum eða mótor- bátum, sem lög þessi gilda um, um lengri eða skemri tima árs. í samþykt skal ávalt itarlega ákveða um eftirlit með því að hennar sé gætt, og hvernig greiða skal kostnað við það. 7. gr. í samþyktum þessum má enn fremur ákveða, að skip þau, er sam- þyktin nær til, skuli greiða gjald í lend- ingarsjóð, og skal þvi fé einungis varið iil þess að bæta lendingar á samþyktar- svæðinu, hvort heldur með því að ryðja lendingar, gera bryggjur og skjólgarða, selja upp leiðarljós eða framkvæma önn- ur mannvirki, er miða að þvi að greiða fyrir fiskiútveginum. Lendingarsjóður skal vera í ábyrgð sýslunefndar, er sér um ávöxtun fjársins á sem tiyggastan og haganlegastan liátt, og veiti hún fé úr sjóðnum, er þörf þyk- ir, til framkvæmda framangreindra fyrir- tækja. Lendingarsjóðsgjaldið má ákveða fyrir hverja veriið all að 2 kr. afhlut, eða l°/o af aíla skipsins eða 3 kr. af lest í rúm- máli skipsins. Formaður eða skipstjóri annast um greiðslu gjaldsins, og greiðist það af óskiftum afla. í samþyktinni skulu settar reglar um innheimtu gjaldsins. og má taka það lög- taki á þann hátt, er segir i lögum nr. 29, 16. des. 1885. 8. gr. Fyrir brot á staðfestri fiskiveiða- samþykt má ákveða sektir frá 5—500 krónur, er renni í lendingarsjóð, eða ef enginn lendingarsjóður er á samþyktar- svæðinu, þá í fátækrasjóð; svo má og á- kveða, að öll veiðarfæri, sem brúkuð eru gagnsætt ákvæðum samþyktar, megi skip- aðir umsjónarmenn taka og flytja í land án úrskurðar yfirvalds, en tafarlaust skulu þeir tilkynna lögreglustjóra upp- tökuna og málavöxtu, og má hann með úrskurði ákveða, að veiðarfærin skuli höfð í haldi uns eigandi eða umboðs- maður hans sýnir vottorð lögreglustjóra um það, að sá, er veiðarfærin voru upp- tekin fyrir, sé sýknaður með dómi eða málssókn gegn honum falli niður, eða hann hafi greitt sektir þær, er honum liafa verið gerðar, eða sett fullgilda tryggingu fyrir þeim. Ákveða má og að alli, sem fenginn er með ólöglegri veiðiaðferð, skuli vera upp- lækur og andvirði hans renna í lending- arsjóðj eða, ef hann er ekki til, í fá- tækrasjóð. 9. gr. Með hrot gegn samþyktum sam- kvæmt lögum þessum skal fara sem op- inber lögreglumál.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.