Ægir - 01.11.1917, Blaðsíða 22
174
ÆGIR
10. gr. Með lögum þessnm eru þessi
lög numin úr gildi:
í.ög nr. 28. 14. des. 1877, um ýmisleg
alriði, er snerta fiskiveiðar á opnum
skipum.
Viðaukalög nr. 12, 12. mai 1882, við
lög 14. des. 1877 um ýmisleg atriði, er
snerta fiskiveiður á opnum skipum.
Lög nr. 24, 4. des. 1886, um breyting
á lögum 14. des. 1877 um ýmisleg atriði,
er snerta fiskiveiðar á opnum skipum.
Lög nr. 52, 29. des. 1901, um breyting
á lögum 14. des. 1877 um ýmisleg atriði,
er snerta fiskiveiðar á opnnm skipum.
Lög nr. 53, 10. nóv. 1905, um viðauka
við lög 14. des. 1877 um ýmisleg atriði,
er snerta fiskiveiðar á opnum skipum.
Lög nr. 28, 11. júli 1911, um viðauka ■
við lög 14. des. 1877 um ýmisleg atriði,
er snerta fiskiveiðar á opnum skipum,
og lög 10. nóv. 1905 um viðauka við
nefnd lög.
Lög nr. 27, 22. okt. 1912, um breyting
á lögum nr. 53, 10. nóv. 1905, um við-
auka við lög 14. des. 1877 um ýmisleg
atriði , er snerta fiskiveiðar á opnum
skipum.
PiskiraDnsókDaríerðir 1915 op 1916.
Eftir
Bjarna Sæniundsson.
í sumar er leið hélt eg áfram að safna
gögnum til aldursákvarðana heima og
viðar. Fór eg ferð til Ólajsvíkur 13. júli.
Yar eg svo óheppinn að bið mikla blíð-
viðri, sem hafði staðið svo lengi, var á
enda nóltina sem eg var á leiðinni þang-
að og var illviðri flesta dagana, sem eg
dvaldi þar, og þess vegna lítið farið á
sjó og alls ekki á djúpmið (í Kolluál).
Suma dagana aflaðist þó nokkuð á
grunni (20 -25 fðm.), á færi og lóð af
þorski, stútungi og miðlungs)Tsu. Flest
af þorskinum var magurt og ætislaust
(legufiskur frá vorinu?), en siðustu dag-
ana, sem róðið var, fór að sjást sandsíli
í fiskinum og óð það uppi öðru hvoru
og gekk i þvi hnísa, hrefna, þorskur og'
fugl. Ýsan var feit, með vanalega botn-
fæðu í maga. — Daginn sem eg kom,
hafði mótorbátur komið úr Kolluál og
lagt þar lóð á 70—80 fðm. Var allinn
æði ólíkur grunnmiða-aílanum, eins og
djúpmiða-afli er við S- og SV-ströndina.
Það var þorskur og stútungur, ýsa stór
og miðlungs, karfi, langa og skata af
miðlungsstærð, margar blálöngur (mjón-
ar) stórar miðlungskeila, smákeila og
smálúða. Sumir þorskarnir voru reglu-
legir netafiskar. í mörgum þeirra fiska,
sem ekki höfðu umhverfðan maga, var
mest trjónukrabbi, margt af slöngustjörn-
um og kuðungakrabbar.
Eg hafði ekki komið i Ólafsvík síðan
sumarið 1897; höfðu þvi eðlilega orðið
ýmsar breytingar á um fiskiveiðar og
flestar til batnaðar. Menn eru t. d. fyrir
löngu farnir að beita sandsíli, sem er
»pokað« o: veitt í háf, úti á sjó og var
mér sagt, að það hefði fyrstur gert Bene-
dikt Gröndal skáld, sem lengi var í ól-
afsvík. Það er góð framför. Einnig hafa
menn reynt að afla kúfisks, en ekki
fengið mikið, er haldið að mest sé af
honum inni við Máfahlíðarrif og undir
Búlandshöfða. Annars beita menn mest
kræklingi, sem er sóttur inn í Ivolgrafa-
fjörð og jafnvel inn í Purkey, en það
verður æ erfiðara að fá hann; eins er
lítið um hrognkelsaræksni, sem hafa þó