Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1917, Blaðsíða 34

Ægir - 01.11.1917, Blaðsíða 34
186 ÆGIR á Eskifirði stendur Ijósker á staur, er sýnir fast hvítt ljós. Á ljóskerinu logar frá 15. ágúst til 15. maí. Á Marsrifl við Rjúpavog hefir verið sett upp sjómerki, þrifótur 4,5 m. hár, með rauðum þríhyrning efst, og veit eitt hornið upp. Lögb.bl. Sjómannakólinn i Xristjaníu. Hann var stofnaður árið 1845, en ekki hefir verið bygt yfir hann fyr en nú á þessu ári, og var húsið vigt í haust. Fyrst kom til tals að byggja yfir hann árið 1894 og aftur árið 1900. Skólahúsið sem nú hefir verið bygt kostaði um hálfa milj. króna. Nýlega hafa verið gerðar breytingar á kenslufyrirkomulaginu, sem gengu i gildi i haust. Nú er skólinn í fjórum deild- um: 1. fyrir skipstjóra með ströndum fram, 2. slýrimannadeild, 3 skipstjóradeild og 4. æðri skipstjóradeild. Tii þess að fá aðgang að fyrstu deildinni verða menn að hafa verið hásetar í 12 mánuði eftir 15 ára aldur. I stýrimannadeildinni er krafist 30 mánaða sjómensku og þar af 12 mánuði í siglingum erlendis. í skip- stjóradeildinni 42 mánaða sjómensku og stýrimannsprófs. í æðri skipstjóradeild er venjulegt skipstjórapróf inntökuskilyrði. í öllum deildum er þess krafist, að sjón og heyrn sé óaðfinnanleg. Kenslu- timinn i fyrstu deild eru 3 mánuðir en 7 i hinum. — í Danmörku er þess krafist af stýri- mannaefnum, að þeir hafi verið í 2 ár á seglskipum stærri en 60 smál., og há- setar að minsta kosti í eitt ár, en sú krafa er fallin niður í Noregi. Skip talið af. Það er nú talið vist, að seglskipið »Beautitul Star«, sem héðan fór fyrir nokkru síðan norður um land, hafi far- ist. Á því voru 6 menn: ólafur Sigurðs- son á Barónsstíg 12, skipstjóri, Lárus Bjarnason frá Hafnarfirði, stj'rimaður, Iíetill Greipsson úr Hafnarfirði, Guð- mundur Jónsson úr Hafnarfirði, og Krist- ján Jónsson frá Bjarnaborg í Reykjavík. Þarþegi var Geir Hróbjartsson, ættaður frá Oddgeirshólum í Flóa. Störf er stjórn Fiskifélagsins veitir. I. Erindrekastarf Fiskifélags íslands inn- anlands er laust. Árslaun 3000 kr. Veitist frá 1. janúar 1918. Umsóknarfrestur til 20. desember þ. á. II. Starfið sem erindreki Fiskifélags ís- lands fyrir Vestfirðingafjórðung er laust. Árslaun 500 kr. Veitist frá 1. janúar 1918. Umsóknarfrestur til 20. desember þ. á. III. Starfið sem erindreki Fiskifélags ís- lands fyrir Norðlendingafjórðung er laust. Árslaun 500 kr. Veitisí frá 1. janúar 1918. Umsóknarfrestur til 20. desember þ. á. IV. Starfið sem erindreki Fiskifélags ís- lands fyrir Austfirðingafjórðung er laust. Árslaun 500 kr. Veitist frá 1. janúar 1918. Umsóknarfrestur til 20. desember þ. á. »Vísir«. Prentsmiðjan Gutenlierg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.