Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1917, Blaðsíða 13

Ægir - 01.11.1917, Blaðsíða 13
ÆGIR 165 Tryggv'i var einhver eindregnasti og fastasti fylgismaður Jóns Sigarðssonar, meðan hans naut við. Þegar frelsisöld- urnar risu sem hæst og Þjóðvinafélagið og »rauðvínsbindindið« var stofnað. voru Tryggvi og Eggert bróðir hans helztu forsprakkarnir og voru þá ekki vel séðir á »hærri stöðum«. Hin eiginlegu sjálfstæðismál voru þó aldrei meðal mestu áhugamála hans á alþingi. Meðfram þess vegna sat hann ekki þingin 1871 og 1873, þótt kjörinn væri, en lét varaþingmanninn fara fyr- ir sig. Þess meira kvað að honum á fyrslu löggjafarþingunum, er landið hafði feng- ið fjármálin í eigin hendur, og farið var fyrir alvöru að snúa sér að verklegum framkvæmdum. Um þau mál var hann tillögudrý'gstur allra þingmanna. Formað- ur fjárlaganefndar hefir hann verið oftar og lengur en nokkur annar og mátli sin þar jafnan mikils. Fastur og öruggar flokksmaður var hann alla tíð, eindreg- inn andstæðingur valtýskunnar og for- maður heimastjórnarflokksins lengi og mun hafa lagt manna mest til llokks- þarfa. Þó var hann aldrei foiystumaður í sjálfstæðisbaráttunni út á við. Hann mat það lítils að rifast um smáatriði í þingræðum og forðaðist það algerlega að lenda í persónulegum deilum í þingsaln- um. Hann vann mest i nefndum og á flokksfundum og undirbjó vel öll þau mál er hann flutti. Hann talaði Ijóst og skipulega og ávalt með fullri slillingu. Af sérstökum þingstörfum verða hér fá talin. Þó má geta þess, að hann stóð fyrir fagnaði þeim er Ivristjáni konungi 9. var veittur á Þingvöllum 1874 svo fullur sómi var að og hann var formað- ur i móttökunefnd Friðriks konungs 8. Jóni Sigurðssyni reyndist Tr^'ggvi Gunn- arsson betur en nokkur annar íslend- ingur, enda voru þeir aldavinir. Er það ekki á allra manna vitorði að Tryggvi bjargaði Jóni frá gjaldþroti, og barg þannig sóma íslands og óskmagar þess. Það var verk Tryggva, fremur en nokk- urs annars að landið keypti bækur og handrít Jóns Sigurðssonar. Það var og verk Tryggva að landið erfði muni hans og konu hans. Loks var það honum rnjög að þakka að þau hjón hvíla nú i íslenzkri mold. »Þetta síðasta er máske eitt af því fáa sem eg hefi heppilega og vel gert og sem gleður mig mest af þvi litla sem eg hefi afrekað. Yegna síns góða vilja, fróðleiks, mannkosta og áhuga fyrir öllu því er íslandi var til gagns og sóma á hann (o: J. S.) skilið virðing og elsku allra þeirra íslendinga, er ætljörð sinni unna«. — Svo farast Tryggva orð sjálfum í æfi- sögubrotinu 1888. Seinna var Tryggvi formaður í sam- skotanefnd Jóns Sigurðssonar. — Þess er getið, að eftir fyrsta þingið, sem Tryggvi sat, eftir að hann var bú- settur í Reykjavík, vildi hann ekki veita viðtöku þingkaupinu. Af því að hann kostaði engu sérstöku til, til þess að sitja þingið, var launaður við annað starf og gat gegnt þvi um leið — fanst honum hann ekki eiga að fá neitt kaup. Fyrir þrábeiðni annara þingmanna búsettra í Reykjavík, lét hann þó lolcs til leiðast að veita fénu viðtöku. — En sagan er góð manntysing. Dýravinurinn og fræðarinn. Á 70 ára afmæli Tryggva Gunnarsson- ar íluttti Þorsteinn Erlingsson lionum kvæði og getur þess að tvær fylgur séu og hafi verið förunautar hans: Manndáð og Mannúð. Hér hefir að framan einkum verið dvaldist við manndáðarverkin. Þau voru

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.