Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1917, Blaðsíða 23

Ægir - 01.11.1917, Blaðsíða 23
ÆGIR 175 verið brúkuð áður. Þá vantar greiðari aðgang að síldarbeitu. Þorskanet bafði Einar Markússon reynt þar áður með dálitum árangri, en þær tilraunir dóu út aftur, þvi miður. Mestu framfarirnar í Ólafsvik eru þó mótorbátarnir, sem nú eru komnir þar 5—G, en sá galli er á, að þar er afleit lega fyrir þá, nema um hásumarið, þeg- ar minst er við þá að gera. Vikin er mjög opin fyrir norðan og austanátt, og svo aðgrunt, að það er afarmiklum kostnaði bundið að setja þar bryggur til þess að leggja uppskipunarskipum að, hvað þá stærri skipum. Menn eru því að hugsa um að fá skjólgarð utan til við þorpið, frá odda, er nefnist »Snoppa«, og þyrfti þá helzt að dýpka um leið. En liklega á það því miður langt i land, að það komist í framkvæmd; velferð kaup- túnsins veltur þó mjög á þvi í framtið- inni. Einn daginn brá eg mér út á Sand, til þess að sjá þá miklu breytingu, er þar var orðin á, síðan eg var þar 1897, en henni ætla eg ekki að lýsa hér. Verstur þrándur í götu fyrir frekari framförum þar er, ekki siður en i Ólafs- vik, hafnleysið, því að plássið liggur ó- varið fyrir opnu hafi. Menn eru að hugsa um að gera mótorbátalægi í Keflavík. rjett fyrir innan Sand, og hefir þegar verið gerð áætlun um varnargarð við ut- anverða vikina og livað hann mundi kosta. Það mun vera um 300000 kr., þegar hann yrði fullgerður. Eg var svo heppinn, að það var stórstraumsfjara, þegar eg fór um Keflavik, svo að eg gat gert mér nokkuð ljósa grein fyrir afstöðu garðsins, eftir leikningu af honum, sem eg hefi séð, og er eg hræddur um, að sá garður sem gert er ráð fyrir megi verða miklu öílugi i og um leið dýrari, ef hann á fyrst og fremst að standast hafrótið, sem hér getur verið í NV. ált og gera fult gagn að öðru leyti. — Spurning er hvort ekki mætti gera einsj gott lægi í víkinni fyrir utan Sand. 1 þessari sömu ferð1) skoðaði eg einnig Rifsós (í annað sinn, shr. Skýrslu mina 1897 í Andv. 1898, bls. 59—59) um fjöru, en skal ekki lýsa honum frekar nú. Er það ætlun min, að þar mætli gera beztu höfnina á þessum slóðum, með útgreftri, ef ekki er klöpp í sjálfum ósnum, né of grunt fyrir utan hann; en það mundi kosla afarmikið fé (miljónir). Ef gera ætti nokkuð á þessu svæði sem lið yrði að, fyrir tiltölulega lítið fé, þá hygg eg að það yrði helzt f Ólafsvik, hún er lengst frá heljaraíli úthafsöldunnar. Þegar eg kom heim úr þessari ferð, var það áform mitt að fara til Sandgerð- is, Keflavikur eða Stokkseyrar, lil þess að rannsaka mótorbáta-afla. En það lók þá fyrir allar gæflir, svo að ekkert varð úr þvi. Fór eg svo í ágústlok til Grinda- vikur og safnaði þar gögnum af þorski og ýsu, sem aflaðist þar á grunni. N ef n dar álit Fiskiþingsius 1917. IXefndarálit ] im» vélgæslu ojgf mótorkcuslu. Vér, sem Fiskiþingið kaus til þess að athuga frumvarp til laga um mótor- kenslu og frumvarp til laga um atvinnu 1) Með mér var Jón Proppé, kaupmaður í Ólafsvik. Hjá honum bjó eg, meðan eg dvaldi þar vestra og liðsinti hann mér á allar lundir við starf mitt. Fyrir pað færi eg honum hér með innilegt þakklæti.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.