Ægir - 01.11.1917, Blaðsíða 12
164
Æ G I R
fót: Þilskipa-ábyrgðina, liftrygging sjó-
manna, íshúsið, »slippinn« og reknetafé-
lagið. Þetta var »keðjan«, hlekkirnir í
samfeldri festi og miðaði alt til þess að
tryggja og auka sjávarútveginn. Þær
framkvæmdir kostuðu Tryggva mikla
baráttu, en ekki leikur á tveim tungum
um það, að þeir voru menn að minni.
sem þar stóðu i vegi hans, enda eru nú
þessi fyrirtæki viðurkend af öllum hin
farsælustu og nauðsynlegustu. Og það
verður þó sagt Reykvíkingum til lofs, að
margir góðir menn urðu til þess að
vinna með Tryggva að stofnun þessara
fyrirtækja. — Öll mál er sjávarúlveginn
snertu lét Tryggvi vera sér nærkomin og
var forgöngumaður miklu fleiri félaga
en hér hafa verið talin í þeirri grein.
Þegar trollaraútgerðin hófst dró fyrst úr
úhrifum Tryggva um afskifti af sjávarút-
veginum, enda var hann þá kominn á
áttræðisaldur. Var honum það næsta
mikið á móti skapi, er menn jafnframt
förguðu seglskipunum, en ráðum hans
var þá lítt fylgt. Er það nú fram komið,
að Tryggvi sá lengra en aðrir menn i
þessu efni, sem öðrum.
Bæjarmál Reykjavikur lét hann sér og
miklu skipta. Hann sat í mörgár i bæj-
arstjórn og var jafnan i þeim nefndum
sem einhverjum framkvæmdum áttu að
ráða. Sumar framkvæmdir bæjarins tókst
hann jafnvel sjálfur á hendur að fremja,
t. d. að hyggja bæjarbyggjuna og ýmsar
vegagerðir, en hafði mikil skifti af hin-
um stærstu framkvæmdum bæjarins:
vatnsleiðslunni og hafnargerðinni.
Félög þau i Reykjavík sem Tryggvi
Gunnarsson var i, og i flestum formað-
ur, voru ákaflega mörg, getur hver sem
vill bezt sannfærst nm það sem lítur í
gamlar bæjarskrár Reykjavíkur. Hann
lét sér ekkert óskylt sem bænum og
bæjarbúum mátti að gagni verða. Hann
veitti forstöðu alþýðulestrarfélaginu,
ekknasjóð Reykjavíkur, áburðarfélaginu,
aldamótagarðinum, skógræktarfélaginu,
járnsteypufélaginu, framfarafélaginu,
námufélaginu, auk þeirra sem áður eru
talin og verða siðar og margra fleiri sem
hér verða ekki talin, og starfaði í og
styrkti mörg önnur félög, til dæmis
sjúkrasamlagið. Og alstaðar var það meira
en að vera. Öll fyrirtækin sem Tryggvi
kom nærri báru góðan arð, eru íshúsið
og »slippurinn» frægust, en rétt að minn-
ast á járnsteypuna sem dæmi. Tryggvi
tók við henni svo að við gjaldþroli lá,
en skilaði henni aftur að fimm árum
liðnum, um leið og hún var seld og
fengu þá hluthafar fulla hluti og riflega
framyfir.
Flestum félögunum stjórnaði Tryggvi til
dauðadags og lagði það á sig milli kvala-
kastanna að sitja fundi.
Trvggva Gunnarssyni var vikið frá
bankastjóraembættinu árið 1909. Hér
verður ekki kveðinn dómur um þá at-
höfn. Þess gerist ekki þörf. Hafi nokkrir
verið á báðum áttum þá, um réttmæti
þeirrar athafnar, þá munu þeir engir
vera nú. Tryggvi Gunnarsson stóð og
stendur jafnréttur eftir. Skugginn féll eng-
inn á liann.
Þingmaðurinn.
Með Tryggva Gunnarssyni er hniginn
til foldar aldursforseti islenzkra þing-
manna, þeirra sem nú lifa, bæði að aldri
og þingaldri. Hann sat fyrst á þingi 1869
og var þá þingmaður Norður-Þingeyinga;
Þingmaður Sunnmýlinga var hann frá
1875—1885. Þá gaf hann ekki kost á sér
til þingsetu í bili. Aftur varð hann þing-
maður Arnesinga frá 1894—99 og loks
þingmaðar Reykvíkinga frá 1901—1907.
Upp frá því gaf hann ekki kost á sér.
Hann sat samtals 16 þing.