Ægir - 01.11.1917, Blaðsíða 18
170
Æ GI R
Lög’
urn slysatrysging sjómannn.
1. gr. Skyll skal að tryggja gcgn slys-
um (sbr. 6. gr.) hérlenda sjómenn, þá er
hér greinir:
1. farmenn og íiskimenn, er lögskráðir
eru á islensk skip,
2. fiskimenn á vélbátum og róðrarbát-
um, fjórrónum eða stærri, er stunda
fiskveiðar eina vertið á ári eða lengur.
2. gr. Um leið og lögskráning fer fram,
skal skráningarstjóri gera sérstaka skrá
yfir skipverja samkvæmt 1. gr., hverja
stöðu sem þeir hafa á skipinu.
Þegar formaður á vélbát eða róðrar-
bát (sbr. 1. gr.) hefir ráðið skipverja
sína, skal hann jafnskjólt senda hrepp-
stjóra eða bæjarfógeta, þar sem báturinn
gengur, skrá yíir skipverjana ásamtgjaldi
því, er greiða ber eftir 3. gr., en hrepp-
stjóri sendir skrána og gjaldið til sýslu-
manns. Skráningarstjóri skal senda skrá
þessa og þá, sem nelnd er i fyrri máls-
grein greinar þessarar, stjórn þeirri, sem
nefnd er i 9. gr. laga þessara.
3. gr. Fyrir hvern, sem trygður er sam-
kvæmt lögum þessum, er skylt að greiða
í slysatryggingarsjóð þann, er síðar getur
um, iðgjald, er nemur 70 aurum fyrir
hverja viku, sem hann er lögskráður fyrir
eða ráðinn í skiprúm, og reiknast ið-
gjaldið frá lögskráningardegi eða þeim
degi, er hann kom i skiprúm. Annan
helming iðgjaldsins greiði sá, sem trygð
ur er, en útgerðarmaður hinn. Þó skulu
útgerðarmenn róðrarbáta að eins greiða
10 aura vikugjald fyrir hvern skipverja,
og útgerðarmenn vélbáta, sem eru minni
en 12 lestir, að eins 20 aura, en það,
sem á vantar fult iðgjald (25 aura eða
15 aura á viku fyrir hvern), greiðist úr
landssjóði. Útgerðarmaður greiðir skrá-
selningarstjóra iðgjöldin, bæði sinn hlula
og hluta skipverjanna; þann hluta ið-
gjaldanna, sem útgerðarmaður hefirgold-
ið fyrir hönd skipverja, fær hann endur-
greiddan af kaupi þeirra eða hlut. Gjald
þetta greiðist þegar lögskráning fer fram,
og má taka það lögtaki. — Formaður
vélbáts eða róðrarbáts greiðir iðgjöldin
fyrir útgerðarmann og skipverja til hrepp-
stjóra eða bæjarfógeta (sbr. 2. gr.), gegn
endurgjaldi af afla bátsins eða hlutum
skipverjanna. Gjald þctta má og taka
lögtaki. Skráningarstjóri skilar iðgjöldun-
um í slysatiyggingarsjóð, samkvæmt nán-
ari fyrirmælum stjórnarráðsins. Honum
ber 3°/o í innheimtulaun af skipum, sem
lögskráð er á, og 6°/» af róðrar- og vél-
bálum, sem eru minni en 12 lestir, og
gengur helmingur gjaldsins til hreppstjóra
þar sem hann hefir innheimtuna á hendi.
4. gr. Nú forlallast slysatiygður skip-
verji og gengur ótrygður maður í skip-
rúm hans; skal þá skylt að tryggja þann
sldpverja, svo sem að framan greinir,
meðan hann er í því skiprúmi, þó aldrei
skemur en eina viku.
Útgerðarmaður eða skipstjóri tilkynnir
tafarlaust skráningarstjóra eða hrepp-
stjóra mannaskiftin, og ábjTgist útgerð-
armaður iðgjaldagreiðslu.
5. gr. Þeir, sem stunda íiskveiðar á
róðrarbátum, en eru ekki tryggingar-
skyldir samkvæmt lögunum, hafa rétt til
þess að tryggja sig í slysatryggingarsjóði
á sama hátt sem tryggingarskyldir sjó-
menn, gegn 35 aura iðgjaldi á viku, og
greiðist þá einnig úr landssjóði 35 aurar
á viku .fyrir hvern þeirra.
6. gr. Verði sjómaður fyrir slysi á sjó
á vátryggingartímabilinu, eða þegar hann
er á landi, annaðhvort í þarfir útgerðar-
innar eða fyrir sjálfan sig, í erindum,