Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1917, Blaðsíða 20

Ægir - 01.11.1917, Blaðsíða 20
172 ÆGIR Lög- uiu flskiyeiöasamþyktir og lendingasjóði. 1. gr. Sýslunefndum veitist vald til þess að gera samþyktir um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum og mótorbátum, séu þeir ekki stærri en 30 smálestir, með þeim takmörkum og skil- yrðum, sem nefnd eru i lögum þessum. 2. gr. Þegar sýslunefnd virðist ástæða til að gera samþykt, annað hvort fyrir alla sýsluna eða nokkurn hlula hennar, skal hún kveðja til almenns fnndar i héraði því, sem ætlast er til, að sam- þyktin nái yfir, og eiga atkvæðisrétt á þeim fundi allir þeir héraðsbúar, sem kosningarrétt hafa til Alþingis. Sýslunefnd ákveður fundarstað og fundardag með nægum fyrirvara, en sýslumaður skal vera fundarstjóri, eða í forföllum hans einhver nefndarmanna. Ef fundarstjóri verður að takast ferð á hendur til fund- arstaðarins, ber honum 4 kr. á dag í dagpeninga og auk þess ferðakostnaður eftir reikningi, er sýslunetndin úrskurðar, og greiðist hvorttvegja úr sýslusjóði. 3. gr. Nú er kaupstaður innan þeirra takmaika, sem samþykt á að ná yfir, og ganga þá 3 menn, er bæjarstjórn kýs til þess úr sínum flokki, inn i sýslunefnd- ina, ávalt þegar ræða skal um samþykt- ir þær, er lög þessi hljóða um, og boðar sýslumaður þá á fund sýslunefndar, þeg- ar slik mál koma fyrir; eiga þeir þá at- kvæði um alt það, er samþyktina snertir, á sama hátt og sýslunefndarmenn. Kaup- staðarbúar sækja sameiginlega með sýslu- búum fundi þá, sem um er rætt i 2. gr., og greiða með þeim atkvæði um sam- þyktir, og eiga ávalt rétt á að setja sam- þykt út af fyrir sig, eftir ákvæðum þess- ara laga. 4. gr. Sýslunefnd ber undir álit og at- kvæði funda þeirra, sem um er rætt í gr., sbr. 3. gr., frumvörp til samþykta þeirra, er liún vill koma á. Nú hafa fundarmenn fallist á frumvarp nefndar- innar með */* atkvæða þeirra, er greidd liafa verið, og skal þá s^'slunefnd senda stjórnarráðinu frumvarpið til staðfesting- ar. En ef breytingartillögur hafa verið gerðar við frumvarpið á fundinum og samþyktar með '2/s hlutum greiddra at- kvæða, setur sýslunefndin þær inn í frumvarpið, ef henni þykja þær á rökum bygðar, og sendir þær siðan stjórnarráð- inu sem fyr segir. En álíti sýslunefndin, að breytingartillögurnar eigi ekki að taka til greina, ber hún það af nýju undir at- kvæði héraðsmanna, hvort þeir æski, að frumvarpið verði staðfest. án þessara breytinga, og ef fundurinn felst.þá á frumvarpið með 2/s atkvæða, ber að senda það stjórnarráðinu til staðfestingar. Það frumvarp, eða breytíngarlillaga við frumvarp, sem ekki hefir verið samþykt með 2/3 .atkvæða á héraðsfundi, er fallið> og má ekki koma fram í nýju frumvarpi sýslunefndar fyr en að ári liðnu. 5. gr. Nú virðist sjórnarráðinu ákvarð- anir í samþykt, sem þvi hefir verið send til staðfestingar, ganga of nærri rétti manna eða þröngva um of atvinnufrelsi, eða að þær á einhvern hátt komi í bága við lög eða grundvallarreglur laganna, og synjar það þá um staðfesting sína, en gefa skal það sýslunefndinni til kynna ástæðurnar fyrir neitun sinni. Að öðrum kosti staðfestir slórnarráðið samþyktina, fyrirskipar um birting hennar og ákveð- ur, hve nær hún sknli öðlast gildi, og er hún upp frá því skuldbindandi fvrir alla þá, sem i þvi héraði stunda fiskiveiðar á bátum, sem samþyktin nær til, hvort sem þeir eiga heima í héraðinu eða eru aðkomandi. Samþykt þeirri, er stjórnarráðið hefir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.