Ægir - 01.11.1917, Blaðsíða 11
ÆGIR
163
ingum að Tryggvi tók að sér brúarsmíð-
ið fyrir 60 þús. kr.
Fiest loforðin brugðust. Ekkert fé kom
frá amtinu. Bændur höfðu eftirtölur um
að ílytja ókeypis til brúarstæðisins og
Tryggvi hafði þá ekki skap til að þiggja
neitt af þeim.j Ýms mjög bagaleg óhöpp
komu fyrir, en engu að síður var brúin
komin upp á réttum tíma og Tryggvi
borgaði úr eigin vasa það sem hún kost-
aði umfram fjárveiting. Það var megin-
regla hans i öllum framkvæmdum, að
vinna verkið vel og svo sem full þörf
var á, og borga þá sjálfur ef þjóðin hafði
ekki þroska til þess að sjá sóma sinn og
nauðsyn. Þingið sá þó sóma sinn síðar
að nokkru og veitti Tryggva nokkurn
styrk eftir á. Og það mun aðallega hafa
verið vegna annars, sem lika verður að
geta í þessu sambandi.
Allar áætlanir um brúarkostnaðinn
voru bygðar á mælingum sem gerðar
höfðu verið á hafinu milli landa. Áður en
Tryggvi bygði stöplana rannsakaði hann
nákvæmlega bergið beggja megin, sem
gert var ráð fyrir að byggja á. Sá hann
þá að bergið að norðanverðu var ótraust,
lét rannsaka það frekar og kom þá i
ijós að brúin yrði að vera þrem álnum
lengri, ætti grundvöllurinn að vera traust-
ur. Allir samningar hljóðuðu um hina
ákveðnu lengd. Féð var of lítið sem
veitt var, jafnvel til þeirrar lengdar. —
Engu að síður lét Tryggvi lengja brúna
um þrjár álnir og tók á sig kostnaðinn.
Hann sagði við þann er þetta ritar: »Eg
vissi það, að ef Ölfusárbrúin hryndi, þá
myndi seint verða b)7gð aftur slik brú á
íslandk. — Brúin fékk eldraunina rétt
á eftir, landskjálftana miklu. Það er ó-
vist hvernig farið hefði, hefði einhver
annar en Tryggvi Gunnarsson staðið fyr-
ir smíðinu.
Smiðarnar eru miklu fleiri en þær, sem
nú eru taldar. Tryggvi bygði mörg hús
fyrir Gránufélagið, auk þess gagnfræða-
skólann á Möðruvöllum og loks Lands-
bankahúsið i Reykjavík.
Bankastjórinn.
Arið 1893 varð Tryggvi Gunnarsson
bankastjóri Landsbankans, lluttist þá til
Reykjavíkur og dvaldist þar þaðan af til
æfiloka. Þá var hann kominn hátt á
sextugs aldur, en ellimörk sáust engin á
honum. Er það skemst frá að segja að
næstu áratugina er hann langmesti fram-
kvæmdamaður i höfuðstað landsins og
Reykjavík á engum, eins og honum, að
þakka vöxt sinn og farsælt gengi,
Tryggvi hafði aðstöðuna til þess, þar
eð hann var bankastjóri og gat þannig
stutt framkvæmdirnar. Og bankinn óx
fyrst og fremst í höndum hans. Umsetn-
ingin var 2Vs milj. króna þegar Tryggvi
tók við bankanum og alt fyrirkomulag
mjög þröngt og lítilfjörlegt. Þegar hann
lét af starfinu var umsetningin um 27
milj. kr. Var þó annar banki þá slofn-
aður við hlið Landsbankans, með mikl-
um forréttindum. Og verk Tryggva var
það fremur en nokkurs manns annai’s,
að ekki tókst að drepa Landsbankann,
einu peningastofnun landsins. Tryggvi
bar bag bankans mjög fyrir brjósti, en
fyrst og fremst vildi hann að bankinn
yrði að gagni, en lægi ekki eins ogorm-
ur á gulli.
Bankastjórnin var þó í raun réttri ekki
aðalstarfið. Tryggvi Gunnarsson varð líf-
ið og sálin í öllum framfarafyrirtækjum
bæjarins. Og nú sneri hann hendi og
huga einkum að sjávarútveginum.
Hann var að láta rita siðast þátt um
nokkur störf sin í Reykjavík, hann var
ekki fullbúinn, en átti að heita: »Keðj-
an«. Mig minnir, að hann ætlaði að telja
þar fimm fyrirtæki, sem hann kom á