Ægir - 01.11.1917, Blaðsíða 30
182
ÆGIR
stæðum. Viðvíkjandi björgunarsarfinu hef eg lesið athugasemdir yðar og uppástung-
ur. — En viðvikjandi mótorum vil eg spyrja hvaða gerð tiðkast mest á íslandi. Á
brezkum fiskiskipum eru einkum notaðir »Dan«, »Kelvin« og »Gardner« af stein-
olíuvélum, en »Bolinder» og »Avance« fyrir jarðolíu. Sjálfsagt mundi réttast að nota
þá mótora sem algengastir eru. — Þráðlausu skeytin er eg að athuga og mun
síðar gefa yður fulla grein fyrir þeim. Um vátiyggingu og hjúkrun sjúklinga hef eg
lesið athugasemdir yðar. — Eftir einn eða tvo daga mun eg senda yður fullkomna
skýrslu um tvö skip, sem mætti nota í þessu umrædda skyni með áætlun um
kaupverð, væntanlegar breytingar á þeim og reksturskostnað.
Með mikilli virðingu, vðar
G. J. Wheeler.
V.
3. Bréf frá Mr. Wheeler.
Líverpool 22. mai 1915.
Hr. Matth. Pórðarson, Liverpool.
Heiðraði herra. — Viðvíkjandi skólaskipinu handa íslandi, vildi eg gjarnan
gera nokkrar athugasemdir og spyrja yður nokkurra spurninga, svo að eg geti
myndað mér skoðun sem svari til réttra staðhátta á íslandi.
Hugmyndin um skólaskip hefir verið tekin upp víða, ekki einungis af ýms-
um landsstjórnum heldur og líka af einstökum skipaútgerðum. Útgerðarfélögin
vinna eingöngu til þess að græða fé, og það sama vakir lika fyrir þeim þegar þau
gera út skólaskip. Þau sjá að stjórnendur kaupskipa verða að fylgjast með tíman-
um og vera fullkomlega æfðir i siglingum, bæði til þess að auka trygginguna fyrir
því að skipin hendi ekki slys, sem og lika til þess að komast ferða sinna á sem
stystum tíma. Reksturskostnaður nýtízku skipa héfir aukist svo, að jafnvel fárra
klukkutíma tafir geta gert strik í reikninginn.
»White Star«-félagið i Liverpool útvegaði sér skipið »Mersey« og notar það
til þess að æfa yfirmenn fyrir sín eigin skip. »l)evitt & Moore« í London héldu lika
úti tveim seglskipum í sama skyni.
Eurness barón sem nú er dáinn, stofnandi og formaður félagsins »Furness
Withy & Co. Ltd. Shipowners and Shipbuilders«, gaf á síðasta hluthafafundinum
sem hann sat 10 þús pd. Sterl. sjálfnr og hluthafarnir samþyktu að veita önnur 10
þús. pd., til þess að fá æfingaskip fyrir skipstjóraefni, sem siðar áttu að verða yfir-
menn á skipum þeirra. Þessa utan gera ýms félög út æfingaskip svo sem »The
mercanlil Marine Service Association«, sem gerir út »(iomvay« á Merseyfljótinu og
svo er skólaskipið Worchester á Thamesfljótinu.
Á þessum skipum þurfa lærisveinarnir að gefa mikið með sér. En það eru
líka mörg skip sem æfa drengi, sem ekki geta borgað neitt með sér. — Þessi skip
sem hér eru talin eru öll bresk, en eg gæti nefnt mörg samskonar dæmi frá öðr-
um rikjum. Hinn núverandi konungur Belga útvegaði skólaskip fyrfr unga sjómenn,
og fyrir eigin reikning bjó hann út fiskiskip til æfinga og var það stöðugt i notkun
úti i Norðursjó, þangað til stríðið byrjaði.