Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1919, Blaðsíða 7

Ægir - 01.01.1919, Blaðsíða 7
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. 12. árg. |[ Reykjavík. Janúar — Febrúar. 1919. \ Nr. Þorsteinn Sveinsson skipstjóri. Hann var fæddur hinn 18. júlí 1873 i Gerðum í Garði í Gullbringusýslu. For- eldrar hans Sveinn Magnússon skipa- smiður og bóndi i Gerðum og kona hans Eyvör Snorradóttir. ólst hann upp hjá foreldrum sinum þar til hann var 5 ára, en var þá látin að heiman til vina- fólks foreldranna, sem mist höfðu son sinn er var jafnaldri hans; var hann hjá þessu vinafóllti Halldóri Guðmundssyni og Kristinu Níkulásdóttir að Mjósundi í Flóa í Árnessýslu i fimrn ár, dó þá fóstri hans Halldór Guðmundsson og var hanu þá fluttur aftur heim til for- eldra sinna, og var hjá þeim til tvítugs aldur, fékk þar hina vanalegu barnaupp- fræðslu og var fermdnr 1886 i Útskála- prestakalli. Hneigðist hann fljótt að fiskiveiðum °g farmensku og var 12 ára gamall far- inn að stunda íiskveiðar að sumrum með ínttmennum sínum, 13 ára gamall réðst hann á þilskip sem hróðir hans slýrði °g vai með honum nokkur sumur, en að vetrum slundaði hann sjó á opnum hátum og 16 ára gamall var hann for- maður á róðrabát með 6 mönnum. Árin 1891 og 1895 gekk hann á gagn- fræðaskólann í Flensborg i Hafnarfirði °g leysli af hendi aðalpróf vorið 1895. 1-2. Hélt hann samt áfram sjómannsstarfi sinu og haustið 1898 gekk hann á Stýri- mannaskóla Reykjavikur og tók próf í stýrimannafræði hinni minni hinn 29. apríl 1899, hafði hann þetta ár keypt 1/3 skipið »Ingólf« af Bíldudal og tók brátt við þvi skipi. Færði hann nú í nokkur ár ýms skip sem hann þó ávalt álti helminginn i sjálfur, þar til árið 1906 að honum er veitt heimild að færa fiski- skip i utanlandssiglingum, fór hann þá um sumarið með kútter Nyanze frá Reykjavik til Noregs til aðgerðar og kom með það aftur eftir fulla 12 daga ferð frá Mandal hinn 29. des. 1906. Eftir þetta hafði hann á hendi útgerð fiskikútters »Grela« sem hann átti hálf- an, þar til veturinn 1908 í janúar að hann tók að sér leiðsögu varðskipanna dönsku við tsland og hélt þeim starfatil nýjárs 1918. Árið 1899 hinn 27. oklóber gekk hann að eiga konu sína Kristinu Tómasdóttir, fædda 14. april 1874, frá Bjargi á Akra- nesi í Borgarfjarðarsýslu. Bjuggu þau fyrstu árin á Bíldudel í Barðastrandar- sýslu en fluttust þaðan haustið 1902 til Hafnarfjarðar og næsta vor árið 1903 fluttust þau til Reykjavíkur og hafa bú- ið þar síðan. Á þessum árum hafa þau eignast þessi börn: Svava fædd 12. nóv. 1901, Viggó Kristinn fæddan 2. júní 1903, Eyvör Ingibjörg fædd 2. október 1907, Kristinu Pauline fædd 9. marz 1914 og Forsteinn fæddur 24. desember 1917.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.