Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1919, Blaðsíða 23

Ægir - 01.01.1919, Blaðsíða 23
ÆGIR 17 Hitinn, sem áður var bundinn, verður nú aftur laus og gengur mestmegnis yíir i járnið í hilafleli ketilsins, en sumt fer með reyknum upp um reykháfinn. Járnið gefur hitann aftur frá sér til ketilsvatns- ins, sem þegar hitnar og gefur frá sér þá gufu, sem notuð er til vélarinnar. Á nieðan ketillinn cr hreinn gengur þetta vel; járnið er ágætur hitaleiðari og tálm- anirnar fyrir því að vatnið taki á móti hitanum, koma eigi fyr en ketillinn ó- hreinkast og salthúðin sest á járnið. Saltið, sem er slæmur hitaleiðari, ein- angrar járnið svo hitinn kemst eigi jafnfljótt yfir i vatnið og áður, en af þvi leiðir aftur, að framieiðsla gufunnar verður erfiðari. Til þess að framleiða sama gufumagn þarf því meira eldsneyti. hjögur m. m. þykk sallhúð á hitafletin- "* ei’ talin auka kolaeyðsluna um 10%, en sex m. m. húð um 50%. I ar að auki veikir það ketilinn mjög mikið, að nota hann mjög óhreinan, þvi þegar járnið getur eigi gefið hitann nægilega fljótt frá sér, verður það veik- ara og hefir því eigi eins mikið mót- stöðuafl gegn þrýstingnum, sem á þvi hvilir. Plöturnar geta beyglast, og í verstu tilfellum geta eldhol og sóthylki fallið saman, eins og þvi miður hefir att sér stað hér í alt of ungum kötlum. Að gefa fastar reglur fyrir þvi, hve engi niegi nota ketilinn, án þess að hreinsa hann, er eigi gott. Það er svo niikið undir því komið hvernig vatnið er> sem notað er, og hve mikið það inni- ýeldur af skaðlegum efnum íyrir ketil- jnn. Sé notað tært lindarvatn, má fram- eiða gufu i katlinum í alt að þúsund { st., án þess að hreinsa hann; sé aftur a móti notað blandað vatn eða sjór, verður timinn miklu slyttri, og verður þá a« fara eftir þvi sem saltmælirinn vísar. Jni hann við mælingu ketilsvatnsins 2 V2/82 það er: 2,5 kg. af salti í hverjum 32 kg. af vatni, væri æskilegast að geta hreinsað ketilinn, þar eð að öðrum kosti verður að taka til þess neyðarúrræðis, að blása mesta soranum út um botn- ventilinn og bæta svo aftur vatni í ket- ilinn. Þegar þannig þarf, ef til vill, að dæla 2—3 smálestum af köldu vatni á kctilinn í sólarhring, geíur að skilja, að til þess þarf æði mikið eldsneyti, er eigi verður notað annarsstaðar. Pá vil eg dálitið minnast á hvernig hægt er að spara kolin með góðu eftir- lili á vélum, kötlum og eldsneyti, bæði í höfnum og á hafi. Pegar legið er i höfn, skal eigi nota fleiri aukavélar en þörf gerist. Ávalt skal loka fyrir leiðslur þeirra er eigi eru i notkun. Þurfi eigi að hafa aðalvélina tilbúna fyrirvaralaust eða fyrirvaralitið, skal einnig loka fyrir leiðsla hennar. Ef til er góður vatnsþyrill slcal nota hann til þess að bæta vatni á kallana, en eigi dælu; vatnið kemur þá heilara á ketil- inn. Ai'tur á móti skal ávalt nota dælur til að taka vatn frá framrúmum og rás- um, ef mögulegt er að koma því við. Þar sem eigi er aukaketill, og aðal- ketillinn er notaður í höfnum, er nægi- legt að hafa % af hámarksþrýstingi ket- ilsins, ef eigi á að nota aðalvélina. Sé þrýstingurinn hafður meiri, er hætt við, ef aukavélarnar eru skyndilega stöðvað- ar, að þá þurfi að setja dælur af stað eingöngu til þess að fyrirbyggja ofháan þrýsting. Afl sem til þess fer er glatað. Gæta skal þess, að loítrásir snúi und- an vindi svo loftið í ketilrúminu kælist eigi um of, eða kaldir loftsraumar nái að næða á katlinum og stela þannig frá honum hita. Þegar hætt er að nola vélarnar, skal fela eldana og gæta þess vandlega, að súgur komist ekki að katlinum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.