Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1919, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.1919, Blaðsíða 9
ÆGIR 3 þarf að kuuna. Þessi gangur er eigi að eins hlægilegur, heldur er hann skaðleg- ur. í fjTsta lagi er hann skaðlegur nem- endum sjálfum og i öðru lagi getur ráðn- ing manna, sem ekki kunna almenna vinnu, haft ýms óþægindi í för með sér fyrir eigendur, vátiyggjendur og fleiri. Sú skonnorta, sem flmm menn eru ráðnir á til að sigla milli landa, verður að komast leiðar sinnar með þessum fimm mönnum. Meiri vinnukraft þarf ekki, en hann má heldur ekki vera minni. Þess vegna má enginn, þegar á sjóinn er komið, draga sig í hlé. Hásetinn verður að kunna sitt ætlunarverk, viðvaningur (Letmatros) sitt og drengur (Jungmaður) sitt, og gamalt máltæki er það, að i orða- hók sjómanna eigi setningin »eg get ekki« hvergi að finnast. Tala skipverja kemur til greina þegar farmgjald skips er ákveðið; þess vegna verður hver og einn skipsmanna að kunna það verk, sem hann ræðst til að vinna á skipinu, því eigendur leggja enga aukamenn til. Á íslenzku fiskiskipunum, og efalaust annara landa fiskiskipum, hefir það frá byrjnn gengið svo til, að það sem einn ekki getur, það er annar látinn gera, og þykir náttúrlegt, en þegar 5—6 menn af 25 gera öll sjómannaverk á kútter og eigi er hægt að fá fleiri til vinnu vegna vankunnáttu og kæruleysis, þá er komið of mikið af svo góðu, enda afleiðingin sjáanleg þann dag í dag, þar sem sú hugmynd ríkir, að það sem eg get ekki, það gerir hinn. Þetta getur verið gott og blessað þangað til kemur að því, að eg er stýrimaður, sem ekkert kann, en h i n n er máske viðvaningur á skipinu, hann kann það sem h a n n á að kunna, og hann á að gera fyrir mig það verk, sem e g á að ábyrgjast að sé vel og vand- lega gert, því eg kann það ekki, þá er nú kominn öfugsnúður á línuna og hann verður að laga. Rrjú próf við skólann álít eg hið eina ráð til að berjast gegn þeim hugsunarhætti, að öllu sé óhætt, að þetta og hitt sé fullgott, að alt komi í hendi o. s. frv. Það verður einhvern veginn að koma í veg fyrir það, að menn ráðist á (eink- um erlend) skip sem stýrimenn og séu sendir í land aftur eftir fáa daga sem ó- hæfir; slík vanvirða má ekki eiga sér stað og síst nú, þegar íslendingar sjálfir fara að flytja vörur á islenzkum skipum milli landa. Sé vilji manna frásneiddur því að vilja læra það, sem atvinnuvegur krefst að kunnað sé, þá verða lögin að taka í strenginn. Hið eina ráð lil þess að kippa ein- hveiju hér í lag álít eg það, að á skól- anum verði haldin þrjú próf, sem þeir, er millilandasiglingar ætla að stunda, verða að leysa af hendi: 1. annarsstýrimannspróf. 2. yfirstýrimannspróf. 3. skipstjórapróf. þannig, að enginn gæti tekið yfirstýri- mannspróf, nema sá sem sannað gæti, að hann hefði siglt annarstýrimaður í eitt ár, og enginn gengið upp til skip- stjóraprófs, nema sá er siglt hefði fyrsti- stýrimaður eitt ár. Með þessu móti ynn- ist það smátt og smátt, að menn færu að vanda sig og sjá þörfina til þess. Það er engin ástæða til að troðfylla skólann velur eftir vetur, þvi landinu er drýgra, að eiga 10 góða stýrimenn, sem kent geta skipshöfnum sínum verk og skips- siði, en 100 stýrimenn, sem þurfa að fá tilsögn og leiðbeiningar hjá hásetum þeim, sem þeir taka að sér að segja til verka, því eins og strikinu er haldið nú, fer alt í öfuga átt. —

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.