Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1919, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.1919, Blaðsíða 18
12 ÆGÍR Um björgun 24. marz 1916. 1 ág- septemberblaði »Ægis« þ. á. er athugasemd við skýrslu um björgun í Herdisarvík 24. marz 1916, af mb. »Búa« á Stokkseyri, sem eg var þá formaður á, og var eftir upplýsingum frá mér sam- kvæmt beiðni. Athugasemd þessi er að mestu leyti eltki rétt, og leyfi eg mér þvi að gera við hana eftirfylgjandi at- hugasemdir. í>að eru tílhæfulaus ósannindi að við höfum ætlað að leita lands í Herdisar- vik, áður en við urðum bátsins varir, þvi okkur var það ekki nauðsyn; mb. »Búi« er ganggóður bátur nál. 11 tonn, ekkert var að bátnum eða vélinni og næg olía; vorum á móts við Herdisarvík nál. kl. 1 e. h. og höfðum landvara alla leið heim, og vissir um að komast heim fyrir nóltina. Mb. »Suðri« var nál. okk- ur er veðrið skall á, og kom heim kl. 6 um kvöldið, og enginn ástæða til að ætla, að við hefðum komið síðar heim, er við vorum á gangbetri bát. En er víð vorum komnir til Herdísarvikur með bátinn, var orðið það áliðið dags, að við vildum ekki fara heim sama dag í svo vondu veðri. Er við komum til bátsins, var hann að sigla með þrihyrnu, en notaði ekki árar, meiri segl var ekki mögulegt að nota sakir ofveðurs, og okkur virtist hann ekki nálgast land; formaður báts- ins lá fram í stafni (barka) af hvaða or- sök er mér ekki kunnugt um, en einn hásetinn við stýrið. Að þeir hefðu náð Herdísarvik, Selatöngum eður Salthólma var ómögulegt, en hvort þeir hefðu kom- ist til Grindavíkur skal ég ekki fullyrða um, en þangað var langur vegur, og bálurinn ganglítill sökum þess hvað lítil segl var mögulegt að nota og klaki hlóðst á bátinn, svo litlar líkur eru til þess að þeir hefðu náð þar landi. 2 hásetar af bátnum og margir aðrir menn þar (í Herdísarvík) sögðu við mig, að þeir hefðu ekki náð landi ef við hefðum ekki komið þeim til hjálpar, þótt þessi nafn- lausi háseti telji hjálp okkar ekki nauð- synlega. Að líkindum telur hann sér vansæmd i því, að náttúruöflin beri hann ofurliða. Yið vorum nál. 8A kl. tíma að draga bátinn upp að landi, því til þess að bál- inn fjdti ekki varð að fara hægt, enda hefðum við verið nál. V2 kl. tíma að fara þá vegalengd óhindraðir á mótor- bátnum, og getur hver séð hversu miklir möguleikar eru fyrir opið skip að kom- ast þá vegalengd í c. 18 stiga frosti og bráðviðri, svo að ekki er drægur á ár- um, og lítil segt mögulegt að nota, en þótt við hefðum dregið bátinn að eins upp að landi, komst hann ekki heim til sín, þeir hefði orðið að lenda nokkuð langt frá bygð og máske tapað bátnum, og þvi fórum við með hann alla leið til Her- dísarvíkur og vorum i nál. 2 tíma að komast með bátinn þangað, og fáir munu trúa þvi, að það muni litlu fyrir opið skip í bráðviðri og 18 stíga frosti að vera dregið svo langa leið, þótt þessi nafnlausi háseti telji hjálp okkar þarf- lausa. Að við fórum að draga bátinn til lands, var af þvi, að við álitum hann vera i sýnilegri hættu, og okkur ljúft að gera það án endurgjalds, við vissum það, að við að bjarga honum varð okkur ó- mögulegt að komast heim samdægurs, og mundum með þvi baka vandamönnum okkar mikillar áhyggju, því það er á- hyggjuefni er bát vantar í bráðviðri og gaddhörkum, en þessi nafnlausi háseti álítur það máske einskisvirði, svo og aflatjón það er síðar reyndist, að við

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.