Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1919, Blaðsíða 21

Ægir - 01.01.1919, Blaðsíða 21
ÆGIR 15 Þessum frá, sem kostakjör kjósa sér hin beztu, Stöð ég nái inn í ör Austra smáum fleyta knör. Hátt þó tóni bylgjan blá báru knár um strindi þóftuljóni þeysir á Þorsteinn Jónsson Holti frá. Bjarni hraður — hirla skal — Bjarnason frá Klúlcu er formaður sels á sai, súða glaður heilir val. Bó vinds-gjóla þyki’ ó-smá, Þórður Markús niður Kirkjubóli frægur frá felar hjólavagninn á. Hrönn þó ýfi hafið þver, Helgi’ á Fífustöðuiu. elcki hlífir sjálfum sér, súða drífur mar á ver. Viki mæða’ og vandi frá vænum klæðaþundum! Formenn bæði’ um frón og sjá fylkir hæða leiði þá! Átján greina hlít eg hal hundruð og sextíu; brátt við einu bæta skal; búið reynist áratal. Árnamögur endar ljóð Ebenes’r að heiti; ekki fögur þó mun þjóð þau með bögum telja fróð. Lífs á vegi laus við pin ljúfur greiðamaður þetta Regins þrotið vín þægur eigi Benjamín. Þessar framanskráðu visur um for- menn hér við Arnarfjörð, sem kveðnar eru lyrir 56 árum og konunni minni voru gefnar, þegar hún var harn að aldri, þykir okkur þess verðar að kæm- ust á prent, svo þær geymust, en gleyin- ust ekki. Og hefir mér því komið til hug- ar að biðja blaðið »Ægi« fyrir þær. Þess skal getið, að enginn af viðkomandi mönnum, er vísurnar hljóða um, eru á lífi, að því er eg bezt veit, nema Ásgeir Jónsson á Álftamýri og Benjamín Þórð- arson hér á Bildudal, sem vísurnar eru kveðnar fyrir, og hefir hann heimilað okkur að lcoma þeim á prent. Bíldudal 30. janúar 1918. Virðingarfylst. Svan/ríður Jónsdótlir. Kristinn Gr. Kjartansson. Til ritstjóra Ægis. „Kolasparnaður". Hvernig spara má kol. Öllum þeim, sem eitthvað þekkja til útgerðar, er það ljóst, að stærsti gjald- liður hvers vélaskips er eldsneytið. Og því hafa menn á öllum timum, síðan gufuvélin tók til starla í þarfir manns- andans, leitast við að minka þenna gjald- lið. Þrí- og fjórgengisvélarnar steyptu ein- eg tvigenglsvélunum af stóli, af því þær voru ódýrari í notkun; tvíhitunar- áhaldið ruddi sér til rúms, af þvi það sparaði kol, og eimvatnsarinn er nú tal- inn ómissandi hverri gufuvél sökum kolasparnaðar. Þannig hefir margt fleira verið fundið upp til að spara eldsneyt- ið, og hefir alt það, er nokkuð gagn hefir veitt, verið tekið með opuum örm- um inn á heimsmarkaðinn. Besta sönn-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.