Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1919, Blaðsíða 10

Ægir - 01.01.1919, Blaðsíða 10
4 ÆGIR Fiskisldpsljóraprófið sé eins og nú er. Skólatímann þarf að lengja hér og tvö þurfa prófin að vera á skólamisseri hverju. t*að getur orðið peningasparnað- ur fyrir marga og að mörgu leyti að- gengilegra. Kaup lcennaranna má ekki skera við nögl sér, því það verða menn að muna, að kenslan er örðug og um- fangsmikil og skóli þessi undirbýr menn, sem eiga að verða framkvæmdarstjórar við aðalatvinnurekstur landsins (bæði fiskveiðar og vöruílutning), og þá menn, sem á erlendum höfnum eiga að halda uppi heiðri og virðingu þessa lands, sem eiga að fara svo með liin íslenzku skip, að þau mótmæli þvi orði, sem á okkur liggur, að við séum sóðar. Áhrif og álit skólans verður mest og bezt, þegar hann fer að senda frá sér yfirmenn, sem frá prófborðinu geta farið á skip sem stýrimenn og sýna sig þar starfinu vaxna. Pá er skólinn orðinu það sem hann á að vera. Reykjavík, 19. janúar 1919. Sveinbjörn Egilson. Jólatró sjómanna i Hjálpræðisherkastalanum. í samkomusal sjómannaheimilisins var haldin jólatréskemlun fyrir sjómenn 30. des. kl. 8 síðdegis. Bæði íslenzkum og útlendum sjómönnum, er voru á skip- um hér á höfninni var boðið, og rúm- lega 100 sjómenn komu. Samkoman byrjaði með söng og hljóð- færaslætti og því næst hélt Grauslund, foringi Hjálpræðishersins ræðu þá, er hér birtist: »í gömlum jólasálmi eru í einu vers- inu þessi orð: Stjarna veitt oss einnig er og ef henni fylgjum vér, hennar leiðarljósið bjarta leiða’ um jarðarhúmið svarta oss mun lokst til lausnarans. Sjómaðurinn öðlast þekkingu á stjörn- um, og stjörnurnar eru honum oft til hjálpar, svo að hann getur átlað sig, stýrt í rétta stefnu og náð því marki, setn skip hans stefnir að. Sjómennirnir leggja ekki út á hið hæltulega haf án þess að ákveðið mark sé með ferðinni, einhver vís staður á að taka víð hinum dýra farmi. En ekki er það ætíð svo auðvelt að ná markinu, og ekki er ætið siglt i blið- um byr og í sólskini. Oft verða sjó- mennirnir að heyja harða baráttu við storma og myrkur, og oft er við marga erfiðleika að sti iða áður en skip og farm- ur kemst í hina réttu höfn. Pessu marki er ekki hægt að ná nema rneð kjarki og einbeitlum áræðnum vilja, sem ekki leggur árar í bát, þó að á móti blási. Mannslífið lílust að svo mörgu leyti sjómannsför. Á lífshafinu, sem vér sigl- um um frá vöggu til grafar, eru hættur og freistingar, stormar og mótbyr. Hinn dýri farmur, sem lífsfleyið ber með sér, er ódauðleg sál, og guðs eilífa ákvörð- un hverjnm manni viðvíkjandi er sú, að sálin nái heim til hinnar himnesku hafn- ar. Þessu marki verður ekki náð án hugrekkis og viljaáreynslu. Pað þarf oft hugrekki fyrir sjómanninn að játa frammi fyrir félögum og starfsbræðrum trú sina á Drottinn, og það þarf einbeittan vilja til þess að standast storma og árásir freistinganna og láta ekki undan síga, er ástríðurnar gerast áleilnar. Ef freistingin hvíslaði að sjómannin- um á dimmri vetrarnótt, að hann skyldi

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.