Ægir - 01.01.1919, Blaðsíða 24
18
ÆGIR
Þegar lagt er af stað í ferð, er vélin
látin ganga með ákveðnum snúnings-
hraða. Þrýstingurinn er aukinn, og eftir
að hann hefir náð hámarki sínu, skal
þess vandlega gætt, að framleidd sé ná-
kvæmlega jafnmikil gufa og vélin eyðir,
þvi minki þrýstingurinn, þá kólnar guf-
an og afl hennar þverrar, en aukist
hann lyftast öryggisventilarnir og gufan
streymir, um stund, út i lofið, en við
það tapast bæði afl og vatn frá katlin-
um. Til þess að bæta hvorttveggja upp
þarf aukið eldsneyli.
Ress skal og vel gætt, að eigi leki með
slöngum, ventilum, krönum eða pípu-
leiðslum, því sú gufa sem þannig hverf-
ur, er að fullu töpuð. Að vísu er það
hverfandi aílstap, en vatnstapið getur
verið töluvert, og vcrður eigi bætt upp
nema með auknu eldsneyti.
Ávalt skal loka fyrir leiðslur þeirra
aukavéla, er eigi eru notaðar, svo sem:
Vindur, dælur, ljósvélar o. fl. Þó getur
verið undantekning með dælur, ef farið
er eftir hættulegum leiðum, þar eð vel
getur skeð, að fljótt þurfi að grípa til
þeirra, ef stys ber að höndum. Allar gufu-
pípur ættu að vera vel einangraðar, sömu-
leiðis ketill og kólfhylki, til þess gufan
geíi sem minstan hita frá sér út í véla-
rúmið. Slilling rennispelda ætti að vera
þannig: Rennispeldi I lokar að fullu áð-
ur en tilsvarandi kólfur hefir farið 0,5
af kólfslaginu, en rennispeldi II og III
er tilsvarandi kólfar hafa farið 0,6 af
kólfslaginu, ef hægt er að breyta stillingu
þeirra. Að visu er ekki auðið að fastá-
kveða stillingu II. og III. rennispeldis,
því það getur nokkuð verið undir því
komið, hve mikið afl vinnur í II. og III.
kólfhylki í hlutfalli við I., en það gefa
aflmælislínurnar til kynna. Sé rennispeld-
unum stilt eins og hér er talað um,
vinnur gufuvélin það sem eftir er af
kólfslaginu með útþensluafli guíunnar.
Þess ber stranglega að gæta, að eimvatn-
ið sé eigi kælt um of í eimsvalanum.
Hitastig kælivatnsins, er það hefir gengið
í gegnum eimsvalann, má helzt ekki vera
undir 55° C og hitastig eimvatnsins eigi
undir 60° C. Þetta fæst þó eigi nema því
aðeins að loftdælan sé í ágætu lagi, því
24—25 tommu auðn (vacuum) er ómiss-
andi í eimsvalanum. í þeim skipum sem
haía eimvatnsarin, er auðvelt að ná
hitastigi eimvatnsins nokkuð hærra, eða
um 95° C, ef arninum er komið fyrir á
milli dælu og ketils, en annars tæplega
meira en 80° C. Þar sem eigi er lil eim-
vatnsarinn má leggja hitaleiðslu í eim-
vatnslindina og hita þannig upp vatnið
áður en það fer inn á ketilinn upp í alt
að 75° C. Gufan til þess er þá venjulega
tekin frá gufugangi II.
Hvort heldur hægt er að hita eimvatn-
ið eða eigi, og á hvaða hátt sem það er
gert, þá er það þó jafnáriðandi að hafa
hitastig þess svo hátt sem auðið er, þeg-
ar það kemur frá eimsvalanum, því þess
auðveldara verður að ná hinu hærra
hitastigi.
Heitt eimvatn hefir þrjá góða kosli:
sparar kol, sparar vinnu og ver ketil-
inn óþarfa misþenslu.
Leki eimsvalinn skal það lagað svo
íljótt sem unt er, þar eð það að öðrum
kosti seltir mjög kelilinn og eykur kola-
eyðsluna. Þá skal þvi næst lítið á hvernig
spara má kolin við kyndinguna.
Við kyndinguna má eyða og spara
eftir því sem á er haldið. Hér er eftirlit
vélstjórans því mjög áriðandi.
Fyrsta sporið til sparnaðar er að velja
sér góða ltyndara, helzt vana menn, eða
að minsta kosti menn, sem fljótir eru að
nema verkið og um leið samvizkusamir
með það, sem þeim er trúað fyrir.
__________(Framh.).