Ægir - 01.01.1919, Blaðsíða 11
ÆGIR
5
liggja kyr í rúmi sínu, og hann hlýddi
þessari rödd og hugsaði ekkert um segl,
rá né reiða, þá mundi sldpið fyr eða
síðar berast að ströndinni og brotna á
einhvðrju skeri. En ef vér mennirnir
eigum engan mátt viljans lil þess að
berjast á móti freistingunum, en verðum
að hrekjast undan stormi og straumi
freistinganna, þá munum vér horfa á
brotið og eyðilagt fley áður en vér ná-
um þvi marki, sem guð heftr sett oss.
Látum því guðs orð vera vort leiðar-
ljós og trúna á guð styrkja vilja vorn,
svo að lífsfley hvers einasla vor á með-
al megi ná heilu og höldnu inn í hina
himnesku liöfn, þar sem allir lífsins
stormar la'gjast og allar hættur hverfa
°g gera aldrei framar vart við sig um
eilífð alla«.
Að x-æðunni lokinni var gestunum
boriö kafíi með jólaköku, lesin var upp
talleg jólasaga og Ijósin á hinu stóra,
fallega jólatré voru tendruð.
Fögnuður var rnikill rneðal sjómann-
anna og gleðin mikil yfir því, að vera á
Jólahátíð, þvi það er ekki á hverju ári
að sjómanninum lilotnast sú gleði að
halda jól í landi. Skipstjóri einn sagði
frá þvi á þessu hátíðiskvöldi, að 13 ár
v£firi liðin frá þvi hann hefði séð ljós
tendrað á jólatré, og sjómaður einn sagði
frá þvi, að 10 ár væru liðin frá því liann
hefði verið staddur á jólahátíð í landi.
Norskur sjómaður söng enskan sjómauna-
söng, sem vakti mikla gleði hjá gestun-
um, 0g skipstjóri af dönsku seglskipi
safnaði inn jólapeningum, og urn leið
og hann afhenti þá, lét hann þá von í
jósi, að um næstu jól ju-ði haldin jafn-
ögur hátíð fyrir þá sjómenn, er þá yrðu
á Reykjavíkurhöfn.
Hátiðin tókst í heild sinni ágætlega og
sjómennirnir fögnuðu hinum gamalkunnu
jólasálmum, er vöktu dýrmætar bersku-
minningar í hjörtum þeirra.
Hátíðir eins og hér ræðir um, eru
hver jól haldin víða út um lönd og
fjöldi manna leggur sinn skerf til þess
að gleðja lieimilislausu langferðamenn-
ina. Kvenfólk af beztu og tignustu ættum
sendir handavinnu sina, trefla, smokka,
vetlinga o. þ. 1. til jólagjafa víða um
heiminn, og þykir í engu virðingu sinni
misboðið.
Sjómannaheimilið í Reykjavík hefir
þegar getið sér góðan orðstýi’, og er at-
hvarf margra er ekki eiga heimili og
þangað koma margir til að stytta sér
stundii'. Slíkri stofnun ætti aðgefagaum.
Sjómenn ættu endrum og sinnum að
aura saman þegar vel gengur og senda
hr. Gi’auslund það sem safnast hefii’.
Hann mun verja því vel. Á ýmsan ann-
an hált mætti styrkja þessa stofnun.
Hvað væri því lil fyiirstöðu, að hér og
hvar væru hengdir upp baukar til frjálsra
gjafa, með áletran »Munið eftir sjó-
manna heimilinu«. Slíkt sést víða erlend-
is og það jafnvel i anddyrum á kirkjum.
Sumum þjóðum þykír vænt um sjó-
mannastétt sína og reyna á allar lundir
að hlynna að því, er henni getur orðið
til þrifa. Svo langt er ekki komið hér,
en sá tími kemur, að íslendingar einir
halda uppi samgöngum til landsins, þá
vonandi verða menn farnir að skilja, að
orðatiltækið, sem stundum heyrist nú á
ekki við, en það er — »liann er bara
sjómaðura.
Fyrir boðið á Jólatréið þakka eg.
Subj. Egilson.