Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1919, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.1919, Blaðsíða 22
16 Æ ~ IR un þess er hve menn líta nú mjög upp til »Diesel« vélanna aí þeini ástæðu, hve ódýrar þær eru í notkun. Því er nú einu sinni þann veg farið að eldsneyti skipsins er ávalt, að mestu leyti, undlr umsjón og varðveizlu vél- stjórans; en þar eð góð meðferð þess er mjög mikið skilyrði fyrir hag útgerðar- innar, einkum á þessum límum, þá hefi eg valið mér það að umræðuefni í grein þessari. Síðar mun eg ef til vill minnast á annað, er góður vélstjóri getur sparað, þótt eigi sé í jafnstórum stýl. Eitt af fyrstu skilyrðum fyrir kola- sparnaði er það: að nota ávalt hinn »hagkvæmasta« hraða skipsins, en það telst sá liraði, er vélin getur knúð það lengst með minstri kolaeyðslu. Það er dálítið mismunaudi hve mikinn hluta vélaaflsins þarf að nota til að ná þess- um hraða, og fer það nokkuð eftir bygg- ingu skips og véla, en vanalega mun það vera undir 2/3 hlutum vélaaílsins, — þess afls er hún getur framleitt að með- altali í 24 kl.st. Annars er það auðgert fyrir vélstjóra, að leita að þessu talc- marki, á þvi skipi er hann siglir á, og mun eg síðar í greininni víkja að þvi á hvaða hátt það skal gert. Eg játa, að það er eigi ávalt á valdi vélstjórans, að mega nota þenna hag- kvæma liraða, því meira getur verið krafist af hendi skipsljóra, enda er und- antekning á þessu sem öðru. Annar meiri hraði getur verið miklu haghvæm- ari, t. d. ef skip þarf að komast i höfn undan myrkri eða stormi, ef ná þarf í flóð eða strauma, sem flýtt geta ferð skipsins og íl. er taka verður til greina. En það er annað, sem ávalt er á valdi vélstjórans, og það er að ráðgast um það við skipstjóra hvaða hraði sé hag- kvæmastur í það og það skiftið, og sanna honum hve mikið hraða-aukn- ingin kostar, ef ekkert er i aðra hönd, og mun sérhver sanngjarn maður taka slíkar athugasemdir til greina. Margir af þeim farþegjum, sem ferðast hafa með oss í ár, hafa spurt mig að: hverju það sætti, að kol spöruðust við það að fara eigi með fylsta hraða? Því það gælu þó allir sldlið, að þess meiri hraði sem notaður væri, þess skemri tíma tæki ferðin. Þeim hefir eigi verið það ljóst, að síðustu mílurnar eru þær dýrustu. En þannig er svo mörgum mönnum farið, og er það að engu lá- andi. Eg reyndi oft að skýra þetta fyrir þeim og eg fann oft, að af kurteisi vildu þeir eigi mótmæla því, þótt hins vegar að svipur þeirra bæri það fullkomlega með sér, að þeir trúðu ekki einu orði af því sem sagt var. Eg vil því að gamni minu setja hér dæmi, máli mínu til sönnunar, ef ske kynni að einhver þeirri vantrúuðu skildu reka augun í grein þessa. Dæmið er tekið upp úr skýrslum skipsins. Hraði i milum. Kolaeyðsla á sólarhring. 9,8 — 9 smálestir 10,5 — 12-------- 11, — 16-------- Ofanritað dæmi sýnir: að með minsta hraðanum eyddum vér 38,2 kg. á hverja milu, með miðhraðanum 47,6 kg, og með mesta hraðanum 60,6 kg. eða nærri helmingi meira en með þeim minsta. Á þessu dæmi geta menn séð hve gífurlega kolaeyðslan eykst í hlutfalli við hrað- ann, og hve mikil fjarstæða það er, að nota ekki hagkvæmasta hraðann svo lengi, sem hægt er að koma því við. Annað skilyrði fyrir kolasparnaði er: að láta ketilinn aldrei verða mjög ó- hreinan. í eldholum ketilsins er kolunum brent.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.