Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1919, Blaðsíða 25

Ægir - 01.01.1919, Blaðsíða 25
ÆGIR 19 „Herair" talinn af. f*að er nú talið víst, að vélbáturinn »Hersir« frá Sandgerði muni hafa farist i rokinu 21. janúar. »Geir« og fleiri skip hafa leitað hans um flóann, en hvergi hefir hans orðið vart. Á bátnum voru 5 menn. Formaðurinn hét Snæbjörn Bjarnason og átti hann heima á Hverfisgötu hér i Reykjavík. Lætur bann eftir sig ekkju og 4 börn, Ólafur Sigurður Ólafsson, nýlega kvænt- ur maður, og bróðir hans Sigurbjörn Ólafsson, ókvæntur. Áttu þeir bræður heima á Hólabrekku á Grimstaðaholti, og er þar móðir þeirra hrum af clli. Fjórði maðurinn hét Ólafur Gíslason, ókvæntur, og átti heima á Grettisgötu 37. Fimti maðurinn hét Sveinbjörn Guð- fflundsson frá Tjarnarkoti (Miðnesi). Alt voru þetta dugandi menn á bezta aldri. Það er ætlun manna, að bátinn hafi fylt undir þeim, sjór gengið yfir hann nieðan þiljugáttin var opin. Klukkan fjögur um daginn hafði annar bátur tal af »Hersi«, og var hann þá að draga lóðina og átti eftir fjögur bjóð ódregin. En þá var komið versta veður og skafrok. Bátinn áttu þeir Jón Guðjónsson, Dan- íel Magnússon í Lykkju á Kjalarnesi og Snæbjörn Bjarnason, formaðurinn. (35/0 Heima. Vélfraeðingnr Fiskifélagsins ólafur Sveinsson, fór hinn 4. þ. m. með »Sterling« til Seyðisfjarðar til að haida þar námsskeið í mótorfræði. Vegna sóttkvíunar komst hann ekki i land þar fyr en 12. þ. m. Námsskeiðið byrjaði hinn 15. þ. m. og mættu þá 15 menn, sein það ætla að ækja. Einnig verður haldið þar náms- skeið í siglingafræði og eru þátttakendur þar 12 menn. Hinn 20. nóvember s. 1. byrjaði einnig námsskeið í siglingafræði á Eskifirði og eru þátttakendur þar 17. (24/0- Fiskiveiðar hafa verið stundaðar af miklu kappi hér við flóann, enda mikill fiskur fyrir hvaðan sem fréttist. Hinir stærri bátar fóru suður að Sandgei'ði laust eftir nýj- ár. 21. þ. m. lá enn við slysum hér. Opnir bátar reru þá um morguninn og öfluðu vel, en er leið á daginn hvessti á landsunnan og gerði stórsjó og áttu flestir fult í fangi með að ná landi. Gufuskipið »Skjöldur«, sem var á leið frá Borgarnesi til Reykjavikur veitti það lið, sem honum var unt. Mótorbátur hafnarinnar var einnig sendur mönnum til hjálpar. Þetta er í annað skifti, sem menn á landi búast við stórslysum og líður illa, en ekkert er gert til þess, að bjálp verði veilt, að eins látið reka á reiðanum með það og reitt sig á dreng- lyndi þeirra, sem einhverra orsaka vegna verða varir við bát og bát, sem í nauð- um er staddur. (s4/0< FÍBkisala botnvörpunga (24/0- »Jón Forseti« er nýkominn úr Eng- landsför. Seldi hann fisk sinn fyrir 6540 Pund Sterling. — »Ýmir« er lika ný- kominn úr Endlandsför og seldi sinn afle á 4400 Sterlingspund. — »Skalla- grimur« er ytra og heíir selt sinn afla á 6800 Sterlingspund. — »Víðir« er nú á L

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.