Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1919, Blaðsíða 4

Ægir - 01.08.1919, Blaðsíða 4
94 ÆGIR ar betri tœki og aðferðir en pœr sem liafðar eru, ef menn að eins vilja. Eg hefi í síðastl. júlí og ágústmán. at- hugað nokkuð sildarvinnu við Eyjafjörð og sérstaklega á Siglufirði. Jafnframt hefi eg reynt að fræðast sem bezt um þessi efni, af viðtali við útgerðarmenn, síld- armatsmenn, skipstjóra, verkstjóra og verkafólk. Skal eg nú leyfa mér að minnast á helztu atriði sildarvinnunnar, ef verða mætli til þess, að einhverir af hinum ötulu útgerðarmönnum vildu taka tillögur mínar til íhugunar og hugleiða, hvort það mundi ekki gefa þeim góðan arð að hrinda þeim sem fyrst í fram- kvæmd. Síldin á skipsfjöl og flutuingur í land. Svo sem kunnugt er, þá er sildinni ausið með háf úr nótinni upp á þilfarið. Sú sild, sem liggur næst þilfarinu, er undir metra þykku fargi, þegar skipið er fult. Rolir síldin það illa, einkum átu- mikil sild, svo að mikið skemmist stund- um af því sem neðst er. Þegar skipið kemur að bryggju, er henni mokað með eins konar háf upp í stamp eða körfu, sem þá er undin upp á bryggjuna með skipsvindunni, eða rétt upp með hand- aíli (á minni bátum). Við mokslurinn er löngum vaðið á slígvélum i síldinni, og stundum má sjá stömpum kastað úr háa lofti ofan í binginn. Þar sem spor eru á bryggju, eru stamparnir með síld- inni íluttir á sporvögnum upp á pallinn, þangað sem kverkað er, og steypt úr þeim í kassana, sem kverkað er úr. En þar sem ekki eru sporvagnar, þar er helt úr stömpunum á bryggjunni í háa handvagna, og síldinni ekið í þeim upp bryggjuna og síðan steypt úr þeim í sildarkassana. í síldarkössunum er síld- inni svo ýtt til með eins konar klárum, til að jafna í þeim fyrir kverkunarslúlk- urnar. Það þarf engra orða við, hvað síldin versnar á þessari meðferð allri og hve mikið fer oft forgörðum fyrir þessar sakir. Um það ber öllum saman. Mér hefir nú hugkvæmst útbúnaður, er komið gæti í veg fyrir þetta hnjask á síldinni, og hygg eg að hann ætti eink- um vel við á hinum stærri síldveiða- skipuin og á botnvörpungum, sem ganga til síldveiða. Eg hugsa mér, að gerðir væru kassar úr járnþynnum, 1 m á hlið og 50 cm á hæð, horn og brúnir bryddar að innan með járnborða til styrktar. Á kassabrún- unurn sé hak fyrir lausahakana á skips- vindunni. Botninn úr rimum, eða með götum, eða með rennum er lægju að götum á hliðunum, til þess að sigið gæti úr síldinni. Kassarnir væru hvitmálaðir til varnar gegn ryði. Þessum kössum ætlast eg til að raðað sé svo þétt sem verða má á þilfarið, í tvöfalda röð á hæðina, þannig' að kassi standi ofan á kassa. Eg hefi t. d. mælt þilfarið á botn- vörpungnum Agli Skallagrímssyni. Kæm- ust 174 slíkir kassar á þann hlula þil- farsins, sem hafður er fyrir sild. Til þess að ekki þyrfti að hreyfa kassana neitt á skipsfjöl, þyrftu botnarnir á efri kössun- urn að vera á hjörum,1) svo að hægt væri að slá þeim upp með hliðunum að inn- an. Væri líklega hentast að láta botninn skiftast fyrir miðju, svo að sinn helm- ingur gæti fallið upp að hvorri hlið kassans. Liklega nnindi það borga sig, að hafa botnana á hjörum á öllum köss- unum, svo að ekki þyrfti að hafa neinn setning á þvi, hverir væru undir og hverir ofan á. Þegar byrjað væri að taka síld í skip- 1) Hugmyndina um að hafa bolninn á hjör- um á eg að pakka Antoni Jónssyni útgerðarm. frá Arnarnesi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.