Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1919, Blaðsíða 15

Ægir - 01.08.1919, Blaðsíða 15
ÆGIR 105 verið notaðir. Reynt hefir verið að sam- eina þetta tvent þannig, að vinda venju- lega ullarvetlinga upp úr lýsi eða annari hráðinni feiti, og hafa þá þannig á hönd- unum. Rað veit eg að hefir gefist sumum vel, en þó hefir betur gefist að gera sér belgvetlinga úr skinni sem falli nokkuð þétt að höndunum, en þar að þeir verða sleipir í bleytunni verður að hafa hlífðar- vetlinga úr lérefti vfir þeim. Konur sem notað hafa slíkan útbúnað láta vel af því. Eg hef fyrir löngu ráðið til þess, að útvegaðir jn'ðu gúmmíhanzkar og þeir notaðir. Það er fyrst í sumar sem þeir hafa verið reyndir. Hafði Páll verzlunar- stjóri Jónsson hér á Akureyri pantað þá °g kostuðu 3 kr. parið. Þeir flugu út. En þeir reyndust misjafnlega og entust bla. Reir eru of þunnir til að þola hnjask og vildu rifna, enda fólk óvant að fara með þá, og nauðsynlegt að hafa hlífðarhanzka utanyfir. En þó þessi yrði leyndin i þetta skifti, get eg vel trúað að hægt væri að útvega sterkari og hent- hanzka úr gúmmí og þá belgvetl- lnga. Fingravetlingar úr gúinmi eru of íeitir og er vandameira að fara með þá en hina. En meðan ekki er annað betra fengið, niun ráðlegast að nota skinnvetlinga eins °g áður er Iýst og nauðs\mlegt að það se gert i tíma. Vinnuveitendur verða að ganga ríkt eftir að stúlkurnar geri það se,ni bægt er, til að koma í veg fyrir núðveikina. Slgr. M. t Ijatmes ^nðrésson, skipstjóri. Pann 28. april síðastl. lá fiskiskipið Portland á Haukadalsbót við Dýrafjörð. Hannes heitinn hafði stýrt því skipi nokk- ur undanfarandi ár, við fiskiveiðar á sumr- in og í ílutningsferðum að vetrinum til. Pennan dag voru nokkrir af skipverjum í landi að afla skipinu vatns. Á meðan á því stóð féll eitthvað ofan úr reiða skips- ins og lenti á höfði skipstjórans með svo miklu afli, að hann beið þegar bráðan bana. Með Hannesi heitnum hefir sjómanna- slétt landsins mist einn af sinum ötulustu skipstjórnamönnum og góðan dreng. Fædd- ur var hann í Búðarnesi við Stykkishólm 11. marz 1872. Þar bjuggu þá foreldrar hans, Andrés Andrésson og Guðný Guð- mundsdóttir, við lítil efni. Þau tluttu siðar lil Stykkishólms, þá er börnin tóku að þroskast, og dvaldi Hannes þar síðan. Urn 10 ár eru síðan að faðir hans druknaði í fiskiróðri undir Jökli, en móðirin lifir enn við mikla vanheilsu. Hugur Hannesar heit. hneigðist snemma að sjómensku, og ekki var hann eldri en 23 ára er hann varð skipstjóri og innan við tvítugt byrjaði hann að nema sjó- mannafræði. Kenslan hér heima þótti hon- uin ekki fullnægjandi, svo að hann lauk nokkrum árum síðar prófi í þeirri fræði- grein í Friðrikshöfn í Danmörku. Hannes heitinn var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni, Jóhönnu Jónasdóttur frá Helgafelli, á hann 5 börn á lífi, 3 uppkomin, en 2 eru enn á unglingsaldri. Hún andað- ist fyrir nokkrum árum eftir langvarandi vanheilsu. Síðari kona hans, Ingveldur Jónsdóttir, er enn á lífi. Henni kvæntist

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.