Ægir - 01.08.1919, Blaðsíða 8
98
ÆGIR
um, og að kassarnir séu hæfilega breiðir,
svo að ekki þurfi að seilast á þann
veginn.
Það var gaman að sjá fimustu stúlk-
urnar salta. Stampurinn með kverkuðu
síldinni er hafður til vinstri, í jafnhæð
við tunnuna, sem saltað er i, en salt-
tunnan til hægri. Stúlkan gripur síldina
i stampinum með vinstri hendi og skil-
ar henni yfir í hægri hönd, er leggur
liana í tunnuna eftir settri reglu. Mun-
urinn á fimum og ófimum virtist mér
koma skýrast fram í því, að hinar ófim-
ari rétlu síldina alla leið með vinstri
hendi að liægri, en fimustu stúlkurnar
köstuðu henni svo laglega, að meðan
sildin var að skila sér yfir í hægri, var
vinstri höndin til taks að grípa nýja,
svo að jafnan sýndist síld á lofti. Eftir-
tektarvert er það, að sumar stúlkur horfa
nær alt af í stampinn, en raða að mestu
eftir áþreifingunni einni í tunnuna, líta
þangað að eins við og við, aðrar hafa
augun lengst af á tunnunni og láta á-
þreifinguna segja sér hvernig sildin kem-
ur i vinstri hönd, en sumar láta augun
fylgja sildinni alla leið, og það gerði hin
fljótasta. Kvað hún það nauðsynlegt til
að ganga úr skugga um að vel væri
raðað í tunnuna, en hins vegar nægði
að skima lauslega yfir stampinn.
Þar sem handbrögðin við kverkun og
söltun eru svo snögg, hjá þeim sem
fimastar eru, og hafa náð slíkri fullkomn-
un, hygg eg þau verði naumast rannsök-
uð svo vel með einfaldri athugun, að
hægt verði að bæta þau að mun. Bezta
aðferðin væri að taka af þeim kvik-
mynd, eins og Ameríkumenn nú gera, er
þeir rannsaka hreyfingar. Með þeim hætti
getur rannsóknin orðið miklu nákvæm-
ari.
En eitt er það við kverkun og söltun,
sem undarlegt er hve lítill gaumur hefir
verið gefinn, og þó er mest um vert,
það er:
Hemlimiar á stúlkunmn.
Eftir því sem mér var sagt, þá hefir
það gengið svo ár eftir ár, að þegar
mest herst að af sídinni, verða verkun-
arkonurnar hópum saman sárar á hönd-
um og falla úr leik. í grein sem Slein-
grímur héraðslæknir Matlhíasson ritaði
fyrir tilmæli mín og prentuð er á öðr-
um stað hér i blaðinu, er þessari lnið-
veiki, sem síldarvinnunni fylgir, og or-
sökum hennar lýst allgreinilega. Eg var
sjálfur sjónarvottur að ástandinu á Siglu-
firði í sumar eftir mestu skorpuna. Á
einni stöðinni var t. d. 1 stúlka af 28
með heilar hendur að kvöldi. Næsta
dag skreiddust með harmkvælum 12 út
til að reyna að hjarga nokkru af þeirri
síld sem barst að, en hitt varð að senda
til verkunar inn til Oddeyrar, upp á von
og óvon, eða selja síldarverksmiðju fyrir
tjórðung þess verðs, er annars hefði
fengist fyrir síldina. Auðsælt er, að hér
getur verið að tefla um tugi þúsunda
tjón á dag, þegar svona stendur á. Eg
spurðist fyrir um ástandið á sem flest-
um stöðvum á Siglufirði, og kom þá í
Ijós, að hendurnar voru verst farnar á
þeim stöðvum, þar sem stúlkurnar verða
að hjálpa til að bera síldarstampana að
tunnunum, sem saltað er í, og lyfta þeim.
Bæði er það, að kaðalhankarnir á stömp-
unum fara illa með vota og viðkvæma
húðina á höndunum, er hún hleypur í
garða undir þeim, og hins vegar þreytir
það stúlkurnar óhæfilega að hisa við
stampana, en með þreytunni virðist hör-
undið verða óþolnara, eins og Steingrím-
ur læknir bendir til í grein sinni. Má ef
lil vill minna hér á það sem sagt er,
að þreyttir heslar meiðist mest. Á 6
stöðvum á Siglufirði eru síldarstamp-