Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1919, Blaðsíða 18

Ægir - 01.08.1919, Blaðsíða 18
108 ÆGIR virðist að birta þær nú, með því að slik mál horfa nú öðru vísi við en meðan ó- friðurinn stóð yfir. Deildin telur nú 21 félaga. Deildarstjórn: Formaður Jón Eyjólfs- son, féhirðir Eiríkur Sigmundsson, i’itari Guðm. Sveri’isen. Flateyi’i, 17. mai’z 1919. Jón Eyjólfsson, Guðm Sverrisen, form. ritai’i. Zil kaupenða „^Egis". Hið siðasta Fiskiþing álcvað, að verð tímaritsins »Ægir« yrði 2 kr. árgangur- inn fyrir félagsmenn, frá 1. janúar 1920 að telja, en 3 kr. fyrir utanfélagsmenn. Prentunarkostnaður og pappir eru nú í þvi afarverði, að halli við útgáfu í’itsins er fram úr hóíi og verður sjmilega meiri sé ekkert aðgert. Eins og kaupendur munu hafa orðið varir við, kemur »Ægir« sjaldnar út en áður. Hann er mánaðar- rit og heflr að öllu jöfnu komið út síð- astliðin ár, seinast í hverjum mánuði. Þetta ár hef eg verið að draga saman tvo mánuði, en blaðsíðutalið í hverju tölublaði er þó ekki meira, en áður var, meðan hann kom út í hver mánaðarlok. Þetta stafar þó ekki af því, að efni sé ekki nóg, heldur er verið að reyna að forðast þann gífurlega halla, sem á rit- inu yrði um nýjár, kæmi hinn ákveðni blaðafjöldi út á árinu. Hækkun þessi á verði »Ægis« er því nauðsynleg og óumflýjanleg og get eg ekki skilið það að nokkrum þyki þetta ósanngjarnt, þar eð rit af sömu stærð kosta nú 4—5 kr. árgangurinn. Sjómannastéttin verður að hafa sitt málgagn og ættu sízt sjómenn að segja ritinu upp vegna þess, að það hækkar litið eitt í verði. Líki þeim eigi það, sem »Ægir« hefir fram að bjóða, þá er að segja til. Eg finn það vel, að mörgu er ábóta- vant við ritstjórnina, og einkunx þó það, hve lítið sést í ritinu um hagi og áhuga- mál Fiskideilda út um landið, — því hugfast verða menn að hafa það, að »Ægir« er rit þeii’ra allra. Ýmsar tilraun- ir hafa verið gerðar til þess að fá með- linxi til að senda ritgerðir i blaðið, en lítill árangur hefir verið, eins og það, sem út er komið af því, ber með sér. Útsölumenn út um land eru vinsam- lega beðnir að tilkynna ritstjói’anum þær breytingai’, sem kunna að verða á áskriftandafjölda og gera það fyrir nýjár, þar eð haga verður upplaginu eftir því. F. h. Fiskifélags íslands. Sveinbjörn Egilson ritstjóri »Æ>tis«. Vitar og sjönerki. Á Gerðatanga hefir vitanum vei'ið breytt þannig, að ljósker hefir verir sett ofan á vitabygginguna og ljósið sem vit- inn sýnir, er fast hvítt ljós, með snögg- um myrkvum hér um bil 20 sinnum á mínútu. Sjónarlengd 5 sm. Munið eftir aö greiða and< viröi Ægis fyrir nýjár. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.