Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1919, Blaðsíða 13

Ægir - 01.08.1919, Blaðsíða 13
Æ GIR 103 var snúið á þeim enda borðsins sem að búrinu lá, færðist dúkurinn (dregillinn) hægt eftir borðinu endilöngu með það scm á hann var selt. Á borð var þá borið með þeim hætti, að drengur sneri sveifinni, en tveir og tveir diskar voru setlir á borðendann jafnóðum og dúk- urinn þokaðist áfram, unz borðið var alsett. Þegar búið var að borða, var sveifinni snúið hinn veginn og diskarnir teknir af jafnóðum og þeir lcomu að endanum og settir í hlaða á borð þar lijá og biðu þar þvottar. Slikur útbún- aður á stöðvum þar sem margir menn ^orða saman mundi spara matseljum niörg spor og mikinn tíma. Eldhúsið ætti þá að vera fyrir enda borðstof- unnar. Á stærstu sildveiðastöðvunum, svo seni Siglufirði, er á sumrum samankom- lnn mikill fjöldi fólks, er sfundum, eink- Urn stúlkurnar, hefir litið að gera dögum snnian, þegar lítið veiðist. Margt mætli bollaleggja um það, hvað gera ætti af hálfu hins opinbera og góðfúsra manna þess að slíkir hvíldardagar yrðu holl- ai' fræðslu- og skemtistundir, t. d. með ulþýðlegum fyrirlestrum, upplestri, söng °- s. frv. Eitt einfaldasta ráðið til að gera §agn og gleði í þessa átt, væri að sjá hverri stöð fyrir ofurlitlu bókasafni af ttóðuni skemlibókum fyrir verkafólkið. Stöðvarnar gætu ef til vill skifzt bókum a> Eg komst að því á fleiri en einni stöð, stúlkur sátu í frístundum saman á ^crbergjuin sínurn með handavinnu sina °g ein las bátt fyrir hinar. Eað var mjög anægjuleg sjón. Ear sem búast má við, að reistar verði eiin margar nýjar síldarstöðvar á landi lei> og slíkar stöðvar kosta of fjár, þá )3gg eg að það mundi margborga sig fyrir n gerðarmenn að setja nefnd hæfustu manna, er völ væri á, til að íhuga og gera tillögur um hagkvæmustu tilhögun síldarstöðvar, eftir þeirri reynslu og þekk- ingu sem nú er unt að fá um slíka hluti. Yæru þar tekin til athugunar öll tæki, er slikri stöð ættu að fylgja, og hverjum hlut og handtaki hnitmiðaður sinn stað- ur, svo að hún líktist góðri vél, þar sem eitt hjólið er frá upphafi vega miðað við annað, og allir hlutar samstiltir, til þess að hún afkasti sem mestu og beztu verki á sem styztum tíma, og með sem minstri orkueyðslu. Sofandi gefur guð sínum aldrei slíka smíð. Að endingu vil eg þakka Félagi ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda, er góð- fúslega kostaði för mina, og svo öllum þeim hinum mörgu, er tóku erindi mínu vel og gerðu silt til að árangurinn yrði sem beztur. í septcmberbyrjun 1919. Guðm. Finnbogyson. Það kemur fyrir við sildarvinnuna á sumrin, að stúlkurnar verða handlama vegna sérstakrar húðveiki, sem þær fá, og lýsir hún sér þannig, að það hlaupa upp smáblöðrur, sem grefur i, og er þær springa og flagna, delta á sár í þeirra stað, sem eta sig og dýpka, ef ekki verður að gert. Sárin koma einkum á fingurna þar sem húðin er þunn, eins og við liðafellingar og í greipunum, en þau geta einnig komið í lófum (ekki sízt þar sem sárnar undan síldarklipp- unum) og á handarbökum. Ef nú ekki varúðar er gætt, bólgnar út frá sárunum og myndast ígerðir, sem grafa um sig eins og við venjuleg fingurmein. En

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.