Ægir - 01.08.1919, Blaðsíða 5
ÆGIR
95
ið, væru fyrst botnar efri kassanna á
nokkru svæði hafðir uppi og neðri kass-
arnir fyltir. Því næst botnarnir feldir
aftur og látið í efri kassana. Með ýmsu
nióti mætti stilla svo til, að mátulega
niikil síld færi í neðri kassana, t. d. með
því að hella úr háfnum í strigatrekt, er
hægt væri að láta síldina renna úr eftir
vild. Borð væru lögð ofan á kassana lil
þess að ganga á og flutt til jafnóðum og
kassarnir fyltust. Þegar búið væri að láta
i neðri kassana, mælti steypa úr báfnum
yfir efri kassana eins og nú yfir þilfarið.
Eg legg til að kassarnir séu gerðir úr
járnþynnum fyrir þá sök, að þeir mundu
taka miklu minna rúm á skipinu en
trékassar. Sumir hafa hreyft þeirri mót-
i^áru, að járnkassar mundu hitna of
^njög í sólskini og því skemma síldina.
En einn skipstjórinn svaraði því svo, að
hann hefði livort sem er sólsegl yfir
sitdinni á þilfarinu og mætti eins hafa
það yfir kössunum. En í landi ætti síldin
ekki að standa svo lengi í kössunum, að
liún hitnaði þar að meini, enda mætti
þar tjalda yfir hana, og hafa sumir verk-
stjórar ráðgert það við mig. Auk þess
sellast eg til að kassarnir séu hvítmálaðir
hitni því síður í sólskini.
Nú er skip milt komið að landi með
kassana fulla af síld. Á bryggjunni eru
ý^gnar á spori, og fer einn kassi á hvern.
næð vagnanna er svo, að þægilegt er að
kverka síldina úr kassanum á vagninum.
Vagnarnir ganga nú á sporinu upp á
pallinn, þar sem kverkað er og saltað,
°g nema þar staðar. Ætlast eg til að 4
stúlkur standi við hvern vagn, 2 til
vorrar hliðar, við að kverka. Raða má
s úlkunum þannig við vagnana eftir flýti,
U jafnsnemma verði búið að kverka úr
? um kössunum. Vagnarnir með tómu
c°ssunum halda þá áfram á hringbraut
snmi niður á bryggjuna, og aðrir koma
jafnskjótt fullir i þeirra slað. Á bryggju-
sporði er skiftispor. Vindan tekur tómu
kassana á bakaleið sinni og setur fulla
kassa á vagnana í staðinn. Þeir fara á
ný inn á pallinn, og svona gengur koll
af kolli.
Rar sem ekki væri hægt að hafa tvö-
falt bryggjuspor, hygg eg að nota ætti
vagna þá, er kalla mætti lyftivagna (lift
trucks). Það er grind á lijólum. Vagn-
stöngin eða stýristöngin er hreyfanleg og
svo um búið, að þegar hún rís lóðrétt,
þá er vagngrindin það lægst frá jörðu
sem hún getur verið, en þegar stöngin
er færð í lárétta stellingu, lyflist vagn-
grindin með þvi sem á henni er. Slíkir
vagnar eru mikið notaðir í verksmiðjum
í Ameríku. Hlutir, sem bíða flutnings,
eru þá settir á eins konar skemil, mátu-
lega háan til þess að renna má lyfti-
vagninum í lágstellingu undir hann. Með
taki á stöngina hækkar vagninn, tekur
á sig skemilinn ineð því sem á lionum
er, flytur hann þangað sem hann á að
fara og skilar honum þar af sér.
Til þess að flytja síldarkassana á slik-
um vögnum frá borði, væri ef til vill
hentast að vindan setti þá á tvær lóð-
réttar, samhliða bríkur, er vagninn gæti
gengið inn á milli og lyft kassanum af.
Á pallinum væru svo kassarnir settir af
vögnunum á samsvarandi brikur þar.
Kostirnir við þessa aðferð virðast mér
auðsæir. Aðalkostinn tel eg þann, að
með þessu móti slyppi síldin við mest
það hnjask, er hún nú verður fyrir.
Fargið á henni yrði hálfu minna í köss-
unum, hún þyldi lengri bið i skipunum,
þegar langt verður að sækja. Einn sldp-
stjóri benti mér á, að skip sem sækli
síld frá Siglufirði vestur undir Horn og
kæmi með 500—600 tunnur af síld,
þyrfti 15—20 tunnur af salli til að verja
hana skemdum á leiðinni. En það salt