Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1919, Blaðsíða 7

Ægir - 01.08.1919, Blaðsíða 7
ÆGIR 97 þennan snúðrykk á klippurnar stundum að sér og stundum frá. Þær sögðust gera hann nokkuð sitt á hvað, eftir því sem þær þreyttust. Áríðandi er, að klippurnar bíti vel, en fyrir því er yfirleitt ekki séð af hálfu stöðvanna. Virðist mér, að á hverri sildarstöð ætti að vera tiltekinn maður, er hefði góð tæki til að eggja ldippurn- ai' og annaðist það. Þá er það og mikilsvert, að síldar- kassarnir séu mátulega háir, svo að þægilegt sé að kverka úr þeim. Um það virðist engri reglu fylgt. Eg mældi síld- arkassa á 23 stöðvum á Siglufirði. Hœð cfri brúnar kassans frá jörðu var frá 60 til 82 cm, meðalhæð 74 cm, dýptin frá 28 til 50 cm, meðaldýpt 37 cm, og breiddin frá 82 til 132 cm, meðalbreidd 108 cm. Hentugasta hæð á sildarkassa væri það, cf kverkunarkonan þyrfti ekki að beygja s'g til að grípa síld, þegar hún byrjar að kverka úr fullum kassa. En konur eru ekki að eins misháar, heldur getur og verið munur á því, hve handleggjalang- ai' þær eru í hlutfalli við hæð sína, hve háar eða lágar þær eru i sessi o. s. frv, °g þvi verður eigi fundin sú kassahæð, er jafnt sé við allra hæfi. Úr þessu fnætli að vísu bæta., t. d. með því að hafa þrjár mismunandi hæðir á kössun- llni á hverri stöð, miðaðar við lágar, weðalháar og háar konur, og raða kon- nnuin við þá eftir hæð. En oft vilja til- teknar stúlkur vera saman við kassa, svo að því yrði ekki ávalt komið við. etra mundi verða að miða hæð kass- anna við háar konur og láta hinar standa a skemlum. En hve hár á þá kassinn a vera í hlutfalli við hæð kverkunar- <onunnar? Um það hefði þurft að gera 1 iaun með nægilega margar stúlkur, la a til þess sildarkassa, er hækka mætti og lækka eftir vild, og prófa hvaða hæð hverri félli bezt. En þessu fekk eg ekki komið við í síldarönnunum á Siglufirði. Amerískur höfundur hefir gefið reglu, bygða á reynslu, um það, hve há borð, sem konur vinna við, eigi að vera, t. d. eldhúsborð, og virðist hæfilegt, að kona sem er 152 cm á hæð hafi borð er sé 80 cm á hæð, en að bætt sé hálfum cm við borðhæðina fyrir hvei’n cm, sem hæð konunnar sé meiri en þetta. Ger- um ráð fyrir, að meðalhæð islenzkra kvenna sé um 160 cm, þá ætti síldar- kassi miðaður við hana að vera 84 cm á hæð, og þó ef til vill lítið eitt minna, því að kverkunarkonan heldur síldinni skáhalt í hendinni og verður að kasta henni aftur fyrir sig, og er þá hand- hægra að þurfa eigi að tyfta hendinni til þess. Hæð hæstu kassanna á Siglu- firði, 82 cm, virðist þá mjög nærri lagi, miðað við meðalhæð kvenna. Eg heyrði og aldrei kvartað um að kassarnir væru of háir, heldur um hitt, að þeir væru of lágir. Óhentugt er að hafa kassana mjög breiða, því að kverkunarkonan verður þá að seilast lengra til sildarinnar í miðjum kassa. Metra breidd hygg eg sé hæfileg, þar sem kverkað er frá báð- um hliðum kassans. Þar sem hafðir eru trékassar eins og þeir nú tíðkast, held eg að hentugra væri að hafa ekki botn- inn flatan, heldur láta hann rísa upp á við frá báðum hliðum og rnynda lágan mæni í miðjum kassa, svo að síldin sigi að hliðunum og sé hendi nær. 50 cm dýpt á kassa, eins og eg fer fram á að járnkassarnir hafi, mun að visu full- mikil, en hjá því yrði naumast lcomist, sakir annara hugsmuna, og hins vegar bætir það mikið úr skák, ef kassarnir eru hæfilega háir, svo að konan getur slaðið upprétt meðan hátt er í kassan-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.