Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1919, Blaðsíða 9

Ægir - 01.08.1919, Blaðsíða 9
ÆGIR 99 arnir alt af látnir standa kyrrir á bekk við sildarkassann, sem kverkað er úr, en tunnurnar íluttar að stömpunum og frá á »ökum«. Og á þeim stöðvum urðu stúlkurnar ekki eins handsárar og á hinum. Þetta lag ætti að vera alstaðar, því að fyrst og fremst þreytast þá ekki stúlkurnar á því að bisa við stampana, i öðru lagi þarf færri ferðir til flutninga, þvi að tveir stampar af síld fara í hverja tunnu, og loks er það ólíkt létlara starf að flytja tunnu á ökum en að bera síld- arstamp. Á viðtali við verkunarkonurnar reyndi eg að komast eftir því, hvernig þeim hefði reynst bezt að hirða hendur sinar og hvaða handbúnaður væri beztur. Margar fara að ráðum læknanna um hirðingu handanna, þvo sér sem bezt aður en þær fara í síldina, bera síðan eitthvað bráðfeitt á hendurnar, t. d. snaurningsoliu, vasselín, fernisolíu, sjálf- runnið keilulýsi eða andarnefjulýsi o. s. frv., þvo sér vandlega að loknu verki og srnyrja hendurnar, t. d. úr bórvasse- hni eða glycerinspiritus, og er að þessu niikil bót, en eina örugga meðalið eru vetlingar, er halda liöndunum þurrum °g lausum við síldarslorið, og slika vetl- inga verður að fínna. Almennast hafa stúlkurnar flónelsvetlinga eina, rnjög fá- ar eru alveg berhentar. Allmargar hafa vetlinga úr íslenzku sauðskinni innan undir flónelsvetlingunum. Fleiri en ein sögðu mér, að væru vetlingarnir vel saumaðir (með skinnleistasaum) og hafð- lr tvennir til skifta, svo að þeir næðu að þorna vel á milli, þá gæfu þeir elcki vutn, einkum ef þeir væru úr reyktu sauðskinni. Man eg það frá þeim tímurn er eg átti skinnsokka, að þess var jafn- an gætt að troða þá út með heyi eða hefilspónum að kvöldi, og héldu þeir þá vatni, er þeir náðu þannig að þorna á milli. Mér er og sagt, að olíubornir skinn- sokkar úr eltiskinni hali þótt ágætir. — Ein kona sagði mér, að hún hefði ált vetlinga úr skinni því, er svörtu skinn- treyjurnar með rauða fóðrinu eru gerð- ar af, og hefðu hendurnar verið þurrar og heilar í þeim. Eg náði í gamla skinn- treyju til að reyna þetta. Lét eg fyrst standa vatn á boðungnum í 10 klukku- stundir, og gaf hann ekkert vatn á þeirn tima. En vetlingar, sem eg lét gera úr treyjunni, grotnuðu flestir fljótt sundur, því að hún reyndist of slitin og fúin. Þó dugðu einir þeiri-a meðan eg vissi til, þeir sem beztur bjórinn var i, en það var of stutur tími til þess að eg þori að draga af þvi ályktun. — Önn- ur kona sagðist heilt sumar hafa haft vetlinga úr rnjúku vatnsleðri og hefðu hendurnar altaf verið þurrar og heilar í þeim. Eg hefi talaö við sútara um það, hvaða skinn mundi bezt í síldarvetlinga, og hugði hann, að ef til vill yrði álún- sútað, olíuborið sauðskinn bezt. Vel má vera, að fá mætti gummívetlinga er dygðu og aö hægt væri að búa þá svo út, að loftrás væri í þeim, svo að hendurnar héldust þurrar, en eins og kunnugt er, verða hendurnar brátl blautar í gummi- hönzkum af útgufun frá höndunum. Úr hverju sem síldarvetlingarnir eru, þá ættu þeir að vera belgvetlingar, enda eru hafðir það. Virðist mér að útgerðarnaenn ættu nú að hefjast handa og gera gangskör að því að láta rannsaka, hvaða efni er bezt i síldarvetlinga, gera nokkra vetlinga úr þeim efnuna sem líklegust þykja og láta prófa þá, t. d. við fiskiþvott i vetur. Þegar fundnir eru vetlingar sena duga, ælti að sjá um, að búið sé nóg til af þeim fyrir næstu sildarvertið, og hafa þá til sölu á hverri sildarstöð, því að það er fjarri allri hagsýni, að eiga það á hættu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.