Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1923, Side 10

Ægir - 01.01.1923, Side 10
4 ÆGIR við skipstjóra eða útgerðarmenn, en Reykvíkingar. Og það eru þeir gæfusömu, sem atvinnu fá, en þeir eru alt of margir sem hafa of lítið að starfa, og þeir eru alt of margir, sein hafa of litla pen- inga yfir atvinnutímann, þannig of litia, fyrir sinar fjölskyldur, til þess að geta lifað skuldlausir. Það kann ekki góðri lukku að stýra, að menn ár eftir ár safni skuldum, hvar sem hægt er, helst hjá útgerðarmönnum, sem eiga þó nóg með sig, eða berjast í bökkum með að halda útgerð sínni gang- andi, en standa að því leyti betur að vígi, að peningastofnanirnar bjálpa þeim, svo lengi það ekki verður uppvíst, að þeir eigi minna en ekki neitt til. t*að eru vist mjög fáir útgerðarmenn, sem hafa auðgast, að miklum mun, á smáskipa útgerð sinni, og mun það stafa fyrst og fremst af því, að skipin voru langt of dýru verði keypt, og fyrir óhag- stætt lánsfé að milclu leyti. Svo hefir vankunnátta og vanþekking orðið þess valdandi að fiskiveiðar hafa algerlega mishepnast. Eða er það ein- göngu þrautsegju að þakka, að ísfirð- ingar, Akurnesingar og fleiri, halda lát- laust áfram að fiska á lóðir? Eða hafa þeir svo miklu meira fjármagni yflr að ráða, að þeir þoli stórtap árlega og geta þó haldið útgerð gangandi? Nei. Það þýðir ekki að senda sem formann á tog- ara, mann, þó duglegur sé, sem altaf hefir verið á vélbát. Og ekki heldur tog- ara skipstjóra á vélbát að fiska með lóð- um, hvorugur kann sitt nýja starf, út- gerðin líður stór tjón, og er jafnvel dæmd óframkvæmanleg. Flest öll þilskip eru nú knúð fram með vélaorku, og orkugjafinn allur út- lendur. Mjög stór liður útgerðarinnar, sem oft, bæði á kola- og steinolíuskip- um er citt óþarflega, skipin knúð með óþörfum krafti þegar lítið þarf að flýta sér, og olíur að minsta kosti fara talsvert til spillis í vélarúmunum. Olíuvélar, æði margar, hafa eyðilagst eftir stuttan tima bæði af vankunnáttu vélamanna, sem flestir eru illa lærðir eða ólærðir af öðru en reynslunni. Sumar vélar hafa verið keyptar, lítt reyndar tegundir, sem varla hafa feng- ist í gang. Og enn aðrar mjög eyðslu- frekar, svo stóru munar og á öðrum vélum jafnstórum. Fleira mætti eflaust telja, sem á sinn þátt í því að lama þenn- an aðalatvinnuveg þjóðarinnar, svo sem skattar og tollar, sem löggjafar þjóðar- innar hlaða á framleiðsluna, og alt sem að henni lýtur. Ríkissjóðurinn er eins og einstakling- urinn, hann má ekki safna skuld ofaná skuld, og ekki má verða tekjuhalli á hans búskap. En til þess að svo verði ekki, þarf að finna annað ráð en það að plokka svo atvinnuvegina, að á þá komi kyrstaða eða lialdi ekki jafnvægi i sínum fjármálum. Og aukin framleiðsla verður að auka tekjur ríkissjóðsins. Atvinnuveitendur og þiggjendur þurfa líka að lifa likamlega og fjárhagslega. Tvö félög hafa verið stofnuð. Búnað- arfélagið til stuðnings og eflingar land- búnaðinum. Pað félag starfar mikið fyrir þann atvinnuveginn, og hefir unnið hon- um ómetanlegt gagn, enda hefir Alþingi veitt því sæmileg fjárráð, sem mjög er eðlilegt, því landbúnaðarmenn eiga margir sæti á þingi nú i seinni tíð, þeir finna skógkreppuna á sínum eigin fæti, og rýmka skóna svo sem föng leyfa, og þeim er það ekki láandi, því að margt þarf að umbæta og fullkomna i þeim herbúðum, og þó fjárhagur þess félags væri tvöfaldaður eða meira, mundi það ekki ofmetta þjóðarbúið. En hversu sem landbúnaðurinn væri efldur, gæti

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.