Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1923, Page 25

Ægir - 01.01.1923, Page 25
ÆGIR 19 stað fyrirspurn til skipasniiðastöðvar- innar um hvað hæft væri í þessum fregn- um, og fékk hann h. 11. janúar svo- hljóðandi símskeyti frá umsjónarmönn- unum við skipsbygginguna: »Eimskip Reykjavík. Maskinen Kystbaaden er ny, Maskinen er ikke helt færdig endnu i Værk- stedet — er Flydedokkens sædvanlige Standard Type med alle Nutidens For- bedringer har to store Kedler — Maskine og Kedler kan udvikle 600 Hestekraft«. íslenska: Vél strandferðaskipsins er ný, ennþá er vélin ekki fullsmíðuð á verkstæðinu. Hún er af þeirri gerð, sem Flydedokken vanalega lætur í skip með öllum ný- týzku endurbótum. Eimkatlar eru tveir. Katlar og vél framleiða 600 hestaöfl. Vita menn um hvað þeir tala, þegar þeir óska að skipið færi ekki undir 12 milum í öllu bærilegu. í því, sem menn kalla hér bærilegt veður er sjór vana- lega úfinn og 12 mílna hraði á litlu skipi í úfnum sjó, mundi gera það að verkum, að enginn gæti á þilfar komið, því þar væri alt í grænum sjó, þótt við sleppum kolaeyðslunni. Skipið sjálft, vjelin og katlarnir, er alt bygt eftir kröfum hæsta flokks Bureau Veritas I. Div. 3/3 A. 1. 1. PR. A. & C. P., með sjerstöku eftirliti (under special survey) vjelaumsjónarmannafirmans A. Chr. Brorsen & H. Overgaard í Kaup- mannahöfn, og þar að auki, að því er skipið snertir, undir umsjón vfirumsjón- armanns skipa danska ríkisins (den danske Stats Overskibsinspektör) Lar- sen. Þetta er fullkomin trygging fyrir þvi að verkið verði vel af hendi leyst. Skiptjóa og slysfarir. Siys í Vestmannaeyjum. Hinn 15. febr. vildi það slys til í Vestmannaeyjum, að vélbátur einn fórst þar rjett utan við hafnarmynnið. Báturinn var að fara í róður, en skamt fyrir utan hafnargarð- ana bilaði gangvjelin og meðan slcip- verjar voru að vinda upp seglin, barst báturinn upp á sker og brotnaði í spón og skipshöfnin öll, 5 menn, fórst. Tveir vélbátar aðrir voru þar skamt frá, en þetta har svo skjótt að, að þeir náðu ekki til bátsins áður en slysið varð. Einn maður náðist með lifsmarki, en dó þegar í land kom. Báturinn hét Njáll. Formaður var Sigurður Lárusson úr Mýrdal, en hinir voru: Erlendur Magnússon frá Borgum í Norðfirði. Magnús Runólfsson frá Skaf- nesi i Mýrdal og Sigurður Högnason úr Mýrdal, en nafn fimta mannsins hefir ekki frést. Skemdir á Reykjavíkurhöfn. manntjrn og skipsskafar. Aðfaranótt sunnudagsins 14. janúar gerði hér sunnanlands eitthvað hið mesta ofviður á útsunnan, er komið hefir um langt skeið. Gerði veðrið hinn mesta usla á hafnarvirkjunum og skip- um, er á höfninni lágu. Hrundi annar garðurinn, Örfiriseyjargarðurinn, á löngu svæði. Bryggjur sködduðust og allmikið. Skip, sem á höfninni lágu, ýmist sukku eða ráku út af höfninni og strönduðu. Björgunarskipið »Þór« rak inn á Kirkju- sand. Náði »Geir« honum út nokkru siðar, ekki mikið skemdum. 3 eða 4 skip brotnuðu allmikið. Einn vélbátur »Óskar«, sökk við nyrðri garðinn. Voru á honum 4 menn. Björguðust 2 af þeim, en hina þvoði sjórinn af hafnargarðin- um. Af milti 10 og 20 prömmum, sem

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.