Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 3

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 3
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. 16. árg. Reykjavik, April 1923. Nr. 4 Skýrsla til iíkisstjórnarinnar frá Pjetri A. Ólafssyni. II. Skýrsla til stjórnarráðs íslands um söluhorfur og fleira þar að lútandi á íslenskum fiski til Buenos Aires og Montevideo. P. t. Buenos Aires, 31. des. 1922. Sem umgetið í síðustu skýrslu frá Sanlos, fór jeg þaðan 6. þ. m. og kom hingað þann 10. morguns. Á þessari leið var lofthitinn að meðaltali 21 gr. C (mestur 27 gr., minstur 17 gr.) og sjávarhitinn að meðaltali 22 gr. C (mestur 25 gr., minstur 20 gr.). Hjeðan hafði jeg ekkert frjett hvað »fiskpröfunum« hingað og til Mon- tevideo leið, því brjef, sem jeg hafði sent frá Rio 9. nóv., kom ekki fram fyr en 20., og svar aftur upp á það hafði flækst, og innihaldið vissi jeg ekkert um fyr en jeg kom hingað. »Fiskpröfurnar« komu hingað og til Montevideo 6. og 7. nóv., en ekki var búið að tollrýna þær og »analysera« fyr en seint í nóvember. »Pröfurnar« hingað voru geymdar í húsi, sem tolleflirlitið hefir til um- ráða. Það var með lágum veggjum og einföldu blikkþaki, og heldur því mikl- um hita, og mun mikið af tímanum, sem fiskurinn lá þarna, hafa verið inni 25—28 gr. hiti. Enda reyndist hann illa við skoðunina. Fiskurinn var blaulur og soðinn, sjerstaklega efst og neðst í kössunum, blettóttur og jarðsleginn, og var hann engu betri í blikkkössunum en hinum. Dálítið var hann misjafn í kössunum og einna skárstur í ks. nr. 4 og 5 (ópl. og pl. án blikkumbúða). Yfirleitt hafði ýsan og langan haldið sjer best, var þurrust, minst soðin og minst blettótt, en keilan og ufsinn til jafnaðar verst útlits. Yfirleitt held jeg að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.