Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 15

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 15
ÆGIR 61 beiðninni fylgja nákvæm lýsing á hinu fyrirhugaða merki og uppdráttur af því, hvorttveggja í tveim eintökum. í lýsingunni skal tiltaka nákvæmlega vitastæði, tegund ljóss, lit, styrk og hæð yfir sjávarmál; gerð vitahússins, lit og stærð, logtíma, ábyrgð- armann um viðhald vitans, og önnur þau atrið, er máli kunna að skifta. Um sjó- merki skal tilgreina stærð merkisins, gerð, útlit, hæð yfir sjávarmál eða dýpi, eiganda og önnur markverð atriði. Regar leiðarmerki er komið upp, skal tilkynna það næsta lögreglustjóra, en hann tilkynnir það aftur stjórnarráðinu. 4. gr. Leiðarmerki má ekki breyta nema með leyfi stjórnarráðsins, og verður þvi eigandi, sem breyta vili merki sinu — hvort held- ur legu þess, lagi eða lit, logtíma vita, ein- kennum eða öðru, er nokkru skiftir not- kun leiðarmerkisins —, að leita leyfis til þess hjá stjórnarráðinu að minsta kosti tveim mánuðum áður en hann ætlar að koma breytingunni á. Um allar breytingar ber þess að gæta, að þær miði ekki til þess að gera merkið likt öðrum nálægum merkjum, svo að hætta sé á að á þeim verði vilst. 5. gr. Nú vill umráðandi ekki annast lengur viðhald merkis sins, og skal hann þá til- kynna það stjórnarráðinu með tveggja mánaða fyrirvara að minsta kosti. Sé merkið látiö falla niðu, skal það numið

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.