Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 12

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 12
58 ÆGIR ungis um fyrstu byrjun að ræða, vildi ég skýra frá þessu. Það sýnir að margt má búa til af áhöldum þeim, sem við kaupum dýrnm dómum frá úllöndum og sitjum auðum höndum sjálfir, ef vilja skortir. Sumum kann að virðast þetta smávægi- legt. En margt smátt gerir eitt stórt, og er vísir annars meira. Geta má þess að í Súgandafirði var talað um að auðvelt myndi að nota sauðskinn í belgina i stað striga, og ætluðu þeir þar að gera tilraun um slíkt. Gefst væntanlega tækifæri til að skýra frá þeirri tilraun síðar. Er þá alt fengið sem mælir með tilbúningi belgjanna innan lands: innlent efni, innlend vinna, og — ef svo að lokum skyldi vera að ræða um 3—4 króna verðmun á hverjum belg. Eftir nokkur ár ætli enginn að taka í mál að flytja inn lóðabelgi frá útlöndum. Þetta er það helsta, sem borið hefir á góma á fundum þeim, sem ég hefi mætt á í haust. Þótt það virðist samt smávægi- legt, þá hefir það samt sina þýðing. Og ég tel einmitt rétt að skýra stjórn Fiski- félagsins trá því. Á þann hátt fær stjórnin og lesendur Ægis best yfirlit yfir störf og stefnu hinna ýmsu deilda. Það skal viðurkent að deildirnar hafa eigi enn þá tekið til umræðu mál, sem ætla má að verulega verklegur árangur sjáist af. Fiskifélagið á ekki enn sem komið er jafn almennum vinsældum að fagna, einkum í stærri verstöðunum og kaupstöð- unum og æskilegt væri. Þó bygg ég óhætt sé að fullyrða að skilningur manna að starfi félagsins hafi glæðst tíl muna siðastl. ár. Og eftir því sem Fiskifélagið fær fram- kvæmt meira af því, sem það hefir ein- sett sér að vinna að, eftir því fjölga fé- lögum i deildunum, fjör færist í starfsemi þeirra, og fastari tökum verður tekið á ýmsum málum. Menn vilja alstaðar sjá verklegan árangur af því, sem verið er að skrifa og skrafa um. Og ég er vongóður um að Fiskifélagið taki bráðum framför- um á næslu árum. Deildirnar hafa og yfrið nóg verkefni við að fást. Eg skal nefna: Samtök um veiðafærakaup og sölu aflans. Tillögur nm hvernig hægt er að færa nið- ur útgerðarkostnaðinn á vélbátunum. Koma föstu skipulagi á skifting aflans á vélbát- um, þilskipum og róðrarbátum. Öflun beitu o. fl. o. fl. Um aflabrögð í fjórðungnum síðastliðið missiri og horfur með afkomu sjómanna get ég verið fáorður. Kunnugum mönnum ber saman um það, að þetta sé eitthvert allra afla-rýrustu ár bér vestan lands, er þeir muna. Fiskur hefir aldrei á grunn- mið gengið fyrir öllum Vestfjarðarkjálkan- um, og er því einkum bátfiskið í allra lakasta lagi, einkum á syðri fjörðunum, svo sem Viknm, Patreksfirði og Arnarfirði svo og hér í Djúpinu. Á Gjögri við Húna- flóa var góður afii á smábáta um tíma i ágústmánuði en tók fyrir, er kom fram í september, og mun því aflinn þar í löku lagi. Á Steingrímsfirði var aftur afbragðs afli frá því um miðjan ágúst er róðrar byrjuðu og fram að veturnóttum. Um 15 bátar stunduðu þar róðra í haust og öfl- uðu prýðis vel. Vélbáturinn Tryggvi héðan af ísafirði hélt og þar til um tíma, hafði tvo báta til róðra er Jögðu afla í vélbátinn. í október í haust var og dágóður afli á vélbátum hér í Út-Djúpinu, en gæftir mjög stopular. Stóru vélbátarnir héðan úr bæn- um, fengu og góða afla-hrotu í nóvbr, og desember., en rísjólt tíð til sjávar hefir mjög hamlað gæftum, en mjög langt til fiskjar að fara. Meðal framkvæmda í fjórðungnum sjá- varútvegi viðvíkjandi má geta þess; að brimbrjóturinn í Bolungavík var aukinn mikið i sumar. Fyrir verkinu stóð Aade- rup verkfræðingur, er unnið hefir í hafnar- gerð Reykjavíkur undanfarið. Brimbrjót-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.