Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 16

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 16
62 ÆGIR burt svo gjörsamlega, að síðar verði ekki á því vilst. 6. gr. Stjórnarráðið hlutast til um, að fram- vegis verði samin skrá yfir alla vita og sjómerki landsins, og hún jafnótt aukin eða henni breytt, er ný leiðarmerki koma, eldri merkjum breytt eða þau numin burt. Pegar stjórnarráðinu þykir hæfa, verður svo vita og merkjaskrá þessi gefin út. II. kafli. Um farartálma. 7. gr. Sökkvi skip eða bátur á löggiltri höfn eða á leið inn á hana, svo að skipnm kunni að stafa hætta af eða farartálmi, ber að gera svofeldar ráðstafanir: 1. marka staðinn, 2. tilkynna atburðinn, 3. nema tálmann burt, samkvæmt því sem fyrir er mælt hér á eftir. 8. gr. Staðinn lætur hreppstjóri eða hafnarnefnd marka. Skal það gjört svo fljótt sem kost- ur er á, og á sem haganlegastan hátt: með merkjum á landi, duflum eða jafnvel með ljósum. Dufl upp af skipsflökum skulu vera annað hvort grænar keilutunnur eða grænmálaðar stengur, lóðréttar með grænu flaggi, sbr. að öðru leyti tilskipun 20. jan. 1899 um alþjóðlegar sjóferðareglu, 11. gr. Gæta skal hluteiganda þess, að merkin haldist i góðu lagi og á réttum stað, þar til tálminn er á burt numinn. 9. gr. Jafnframt því sem markaður er staður- inn skal tafarlaust gjöra næsta lögreglu- stjóra viðvart um farartálmann, og hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til viðvörun- ar sjófarendum, en hann tilkynnir þetta aftur stjórnarráðinu. 10. gr. Jafnskjótt og kostur er á skal gera ráð- stafanir til að nema burt fararfálmann eða gjöra hann óskaðvænan. Annast hreppstjóri eða hafnarnefnd allar nauðsynlegar fram- kvæmdir í þá átt í samráði við eiganda farartálmans. Kostnað þann, er at þvi leið- ir, greiðir hlutaðeigandi hafnarsjóður, ef til er, ella landssjóður. Fari kostnaður fram úr 300 kr. greiðir landssjóður ætíð það, sem umfram er, eftir reikningi, sem stjórn- arráðið úrskurðar. Kostnað af duflum til flakamerkja ber þó hafnarsjóður einn, enda skulu slík dufl með öllum reiða (sbr. 8. gr.) ávalt vera til taks til útlagningar á þeim stöðum, þar sem hafnarreglugjörð er. Það sem hið opinbera (hreppstjóri og hafnarnefnd) kann að bjarga af slíkum skipsflökum eða öðru því, er vermætt kynni að vera af þvi, er veldur farartálma, skal selt við opinbert uppboð, og gengur andvirði slíkra muna, svo langt sem það brekkur, upp í kostnaðinn við að nema farartálmann burtu, en verði afgangur, greiðist bann eiganda. 11. gr. Nú verður skipaleið ófær sakir ísa, og skal þá hlutaðeigandi hafnarnefnd, lög- reglustjóri eða hafnsögumaður tilkynna það stjórnarráðinu og gjöra því síðan jafnótt viðvait um allar breytingar, er á verða. III. kafli. Ýmisleg ákvæði. 12. gr. Far sem hafnsögumenn eru á skipaleið- um ber þeim skylda til að hafa gætur á að allir vitar og sjómerki innan umdæmis þeirra séu i réttu lagi, og giöra næsta lög-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.