Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 10

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 10
56 ÆGIR Skýrsla erindrekans í Vestfirðingafjórungi frá 1. júlí til 31. des. 1922. ---- (Frh.). í októbermánuði kom ég í Flatey á Breiðafirði. Átti ég þar tal við nokkra menn um hvort unt myndi að stofna þar og halda við líði fiskideild. Tími var eigi til þess að freista að ná þar saman fundi, því allir verkfærir karlmenn voru önnum kafnir, meðan skipið stóð við. En annars töldu menn litla von um að unt væri að halda þar saman deild. Tiltölulega* fáir eyjarbúar stunda þaðan sjó, því á þilskip- unum er flest utanplássmenn. 1 sumar gengu þaðan til fiskjar 3 þilskip og 1 vél- bátur eign Guðmundar kaupm. Bergsteins- sonar. Sömuleiðis ganga þaðan all-margir bátar á haustin, sem flestir munu þó ein- ungis afla til matar eða selja sveitarmönn- um afla sinn. í Bjarneyjum eru og róðrar stundaðir á haustin, en einungis af búend- um þar. Aður fyrri var þar útræði mikið, og sóttu menn þangað tii róðra víðsvegar af Breiðafirði og víða að, en nú er því fyrir nokkru hætt. Auk þess hefi ég haldið fundi í haust í fiskideildunum í Hnifsdal, Flateyri og Suð- ureyri í Súgandafirði, svo og tvisvar hér á ísafirði. Ennfremur endurreisti ég deild- ina í Súðavík 19. nóv. síðastl. Deild sú var stofnuð 1919, en hefir aldrei fengið stofnskrá né starfað neitt, svo þelta má teljast ný deild. í stjórn hennar voru kosnir Grímur hreppstj. Jónsson, Björn Jóhannsson kennari og Jón Jónsson kaupm. Umræðuefni á fundum deildanna hafa einkum verið. 1. Fyrirspurn Fiski/élagsins um dragnóia- ve ðar (Snurrevaad) i landhelgi. Árangur- urinn af þeim fyrirspurnum i deildunum hér nærlendis er sá, að tvær deddir (í Súgandaf. og Önundarfirði) hafa æskt eftir að umrædd veiðiaðferð verði bönnuð í landhelgi, eins og botnvarpan, en hinar hafa ekki treyst sér til þess að gera á- kveðna tillögu í málinu, með því alla reynslu þykir vanta um hvort veiðiáhald þelta spillir fiskiveiðum og fiskgöngum. Eg skal geta þess, að ég var fyrst í haust þeirrar skoðanna, að veiðiáhald þetta bæri að banna i landhelgi sökum þess að ég óttaðist að togarar gætu notað dragnótina til blóra, þ. e. verið að dragnótaveiðum á fjörðum og f landhelgi að degi til, en not- að botnvörpuna þegar eigi sæist til. En síðan hefi ég fengið ábyggilegar sannanir fyrir því að það muni ekki unt. l*ykir mér samt sennilegt, að þetta hafi ráðið úr- slitum i þeim tveim deildum er ég nefndi. Að öðru leyti munu deildirnar á Vestfjörð- unum senda Fiskifélaginu ályktanir sinar í máli þessu. 2. Merking veiðafœra. Pví hefir verið hreyft í nokkrum deildum hér, að nauð- syn bæri til að lögbjóða merking á veiða- færum. Ekki er því máli svo langt komið enn þá, að ákveðnar tillögur séu komnar um hvernig merkingum skuli háttað. Sumir eru helst á þvf að setja sýslunum í sjálfs- vald hvort þær vilji lögbjóða merkinguna, innan síns umdæmis. Aðrir eru þeirrar skoðunar að heppilegast væri að setja lög er giltu um land alt. Um merkinguna sjálfa hefir veiið stungið upp á að nota kopar- eða blýhólk, er festur væri á háls lóðarinnar, og merktur með einkennistölu bátsins. Fessi lóðamerki voru notuð viða hér vestra um tima fyrir nokkrum árum en hafa nú lagst niður aftur. í öðru lagi hefir verið talað um að mála lóða-taum- ana og hver veiðistöð hefði sinn lit, ef sýslunum væri heimilað og gera hjá sér samþyktir um þessi efni, og siðan notuðu menn hin gömlu merki á hálsum lóðanna, sem tíðkast hér vestra. Yrði sett alraenn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.