Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 25

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 25
ÆGIÍl 71 Þegar menn fóru fyrst að leita að þeirri skipaleið, lögðu þeir leið sína með- fram Spítzbergen, og urðu þá isbreiðurn- ar þar svo erfiðar, að þeir urðu frá að hverfa. En þær tilraunir urðu samt til þess, að farið var að leita til Norður- pólsins. Parry, landkönnunarmaðurinu brezki, var sá fyrsti, sem fann skipaleið á milli Grænlands og Beringssjávarins, og komst miðja vegu í gegn áður en isinn læsti sig um skip hans og hann dyrfðist ekkí að halda ferðinni áfram sökum vistaskorts. Fyrir visindalegar rannsóknir sínar í þeirri ferð, veitti brezka stjórnin honum $25.000; og engum efa getur verið bund- ið, að það var hann, sem opnaði leiðina siðar fyrir þá McClure og Amundsen. Þegar maður hugsar um torfærurnar, sem urðu á vegi þessara manna og hin- ar þykku isbreiður, jafnvel þar sem menn í sumar sigldu alautt hafið fyrir norðan Spítzbergen, þar komust þeir Hudson og Phippus í mestu vandræði að brjótast áfram í ísnum, og annar þeirra, þrátt fyrir ágætan útbúnað, komst ekki eins langt til norðurs eítir ísnum, eins og skipin gátu siglt nú síðastliðið sumar í alauðum sjó. ísþökin umhverfis Norðurpólinn eru viðlæk. Þau ná á austurbóginn til Græn- lands og yfir mestan hluta þess, og er það óslitin breiða. Grænland er stórt — um tíu sinnum stærra en Pennsylvanía- ríkið í Bandaríkjunum, og frá hinum víðáttumiklu ísbreiðum þess, koma ís- björgin miklu, sem ógna skipunum á leið sinni á milli Canada og Englands á vorin. Ýmsir æfintýramenn hafa reynt sig við að kanna þessa jökulbreiðu á Grænlandi, en sóknin hefir gengið seint, og það var ekki fyr en Dr. Nansen og félagar hans fimm, urðu að klifra 8922 fet frá sjávar- máli, áður en þeir komust upp á hæsta hnjúk jökulbreiðunnar, sem sýnir, hve þykkur jökullinn var orðinn. Síðar fóru þeir Peary og Astrup yfir ísbreiður þess- ar nokkru norðar en Dr. Nansen, og urðu þeir að klifra 8000 fet frá fjöru- borði, áður en þeir komust upp á ís- breiðuna, þar sem hún var hæst. En það hefir ekki ávalt verið svona kalt þar á norðurslóðum. Það var sú tíð, að þar var sól og sumar við norð- urheimskautið, og að Suðurlandagróður óx fagur og þróttraikill á Grænlandi. Þetta eru engar getgátur, því bæði dýra- og jurtaleyfar, sem fundist hafa á Græn- landi sanna það berlega. ísbreiðurnar við heimskautið eru að- eins sýnishorn af þvi, sem áður var. Fyrir þrjátiu þúsund árum síðan breiddu þær sig yfir Canada og yfir norðurpart Bandaríkjanna, eins langt suður og Phila- delphia og St. Louis, og var ísbreiða sú sumstaðar mörg þúsund fet á þykt. Það var á ísaldartímabílinu. Þá höfðust ís- birnir og hreindýr við þar sem New- York borg stendur nú og rostungar og moskusdýr á Nýja-Englandsströndinni. Altaf síðan hefir þessi mikla ísbreiða verið að smá þiðna og ísatakmörkin að færast norður á bóginn og segja jarð- fræðingar oss að ekki séu meir en 9000 ár síðan að ísröðin var þar sem borgin Stokkhólm stendur nú. Ef þessu heldur áfram, þá kemur sá dagur, að allur ís þiðnar úr heimskauta- beltinu og löndin, sem þar eru grænka og gróa og verða heimkynni mannanna. Það sýnist að minsta kosti sennilegt, að hitinn í norðurhöfum þessi síðustu ár, sé fyrirboði þeirra breytinga. En breyting sú, sem hér er um að ræða, hlýtur að verða seinfara. En ef sú tíð kæmi, að ísbreiður þær, sem nú þekja Norðurpólinn og Grænland þiðni, þá

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.