Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 13

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 13
ÆGIR 59 urinn var lengdur um ca. 15 metra og skjólgarður bygður með honum öllum. Kostnaður við verkið nam rúmum 58 þús. kr. Af því lagði ríkissjóður fram einungis 18 þús. kr., en um 40 þús. kr, koma á herðar hreppsins. Verkinu var hagað þannig að steypan var að mestu gerð á landi og siðan var kassanum með steypunni í, fleytt fram fyrir gamla endan á brimbrjótn- um á undirstöður úr grjóti. En í stórbrimi í september henti það tjón, að undirstöðurnar fremst undir steypu- kössunum reif undan svo brimbrjóturinn sökk niður og sprakk í sundur kringum samskeytin og myndaðist þar stór glufa. Skjólgarðinn tók og af brimbrjótnum á 10 — 12 metrasvæði og bar yfir i vörina innan við hann. Hefir eigi verið unt að ná steypu- stykkjunum úr skjólgarðinum upp, og er því ókleift að komast upp að garðinum þeirra vegna. Er að þessu hið mesta tjón og óhagræði. Bolvíkingar hafa sótt um 12 þús. kr. fjárveiting úr ríkissjóði til þess að bæta þessar skemdir. Má vænta þess að það verði auðsótt mál, því þetta mannvirki má teljast með öllu ónýtt, eins og nú er það. Og þar sem Bolvíkingar hafa lagt svo mikið af mörkum sjálfir til brimbrjóts- ins, þá er þess meiri ástæðu fyrir ríkissjóð að hlaupa hér undir bagga, sennilega i síðasta sinn með þetta mannvirki. Með þessari viðbót við brimbrjótinn, er fyrst og fremst fengin örugg lending í Bolungavik, þvi svo segja kunnugir menn, að eigi muni unt að fara á bát inn á Víkina sjálfa sökum brotsjóa, þegar eigi er lendandi innan við brjótinn. Auk þess sem allir vélbátar geta legið við enda garðsins munu og smærri gufuskip einnig fljóta þar. Hér er því um mannvirki að ræða, sem alla þá er skifti eiga við Bol- víkinga ríður á miklu að verði bætt. Pá má og nefna það, að nýlega er stofn- að togarafélag í Önundarfirði fyrir forgöngu Kristjáns Torfasonar. Er þegar búið að safna all-miklu hlutafé þar í firðinum og víðar. Ætlunin er að kaupa þegar einn togara og taka annan á leigu, en ekki mun þó búið að festa kaup á skipi né leigja skip þegar þetta er ritað. Störf min siðan ég tók við erindreka- starfinu hafa að miklu verið fólgin í söfn- un aflaskýrslanna, eins og sjómönnum mun kunnugt. Söfnun aflaskýrslnanna, er á byrjunarstigi, og er þess eigi að vænta að fnllkomið iag komist á slíkt á fyrsta ári, þar sem verstöðvar eru jafn margar og dreifðar og hér i Vestfirðingafjórðungi. En þess vil ég láta getið að hjá sjómönn- um flestum er ég hefi átt tal við um þetta mál hefi ég yfirleitt fengið góðar undir- tektir, og virðist mér menn yfirleitt skilja nauðsynina á þvi að safna greiðlega og á- byggilega aflaskýrslunum. Eg hefi og haldið 16 fundi i fiskideild- um fjórðungsins síðan í mars s. 1. Sömu- leiðis hefi ég skrifað um 25 bréf i þágu starfs míns, auk skýrslna þeirra tveggja, er ég hefi gefið stjórn Fiskifélagsins. Og enn hefi ég átt tal við býsna marga menn víðsvegar um fjórðunginn um sjávarút- vegsmál. Reynslan og framtíðin verður að sýna hver árangur hlýlst af starfi mínu. Ísafirðí 18. jan. 1923. Kristján Jónsson frá Garðstöðum. Vertíðarafli. Frá aflabrögðum verður skýrt í næsta blaði Ægis.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.