Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1923, Qupperneq 10

Ægir - 01.10.1923, Qupperneq 10
152 ÆGIR Gamlir kunningjar. Flest tólk er svo, að því þykir gaman að l'rétta um líðan gamalla kunningja og hvernig þeim gangi. í hinu lilbreyt- ingalitla lífi fiskimannsins úti á regin- hafi, eru það oft smámunir, sem geta orðið til skemtunar og glatt hann. Eitt af þvi má telja, að skip, sem hann kann- ast við, sigli fram hjá, eða hann sigli fram hjá eða mæti skipi, er hann þekk- ir. Ýms æfintýri hafa orðið á fiskiskip- unum og þvi heldur áfram og valda þau gleðskap, þegar þau eru sögð, og mörg þeirra eru kend við hin sérstöku skip, þar sem þau hafa til orðið. Konum og börnum fiskimanna þótti vænt um skipin, sem þeirra nánustu voru á; svo er enn og verður ávalt. Skip þau, sem hér verða tilgreind, voru um eitt skeið góðir kunningjar, án undantekningar; fyrir þeim var beðið, öllum árnað góðs, eftir þeim spurt og hugur þeirra, sem i landi voru, var hjá þeim. - í dómkirkjunni var guðsþjón- usta haldin ár hvert, áður en flotinn lagði út í fyrsta skifti á árinu, og þar beðið fyrir fiskimönnunum, líkt og þegar frakknesku fiskiskipin lögðu út í Islands- ferðir, og altari var flutt niður að höín- inni, þar sem skipin voru. Prestur bað fyrir þcim öllum, sem á þeim voru, ætt- ingjum þeirra, og blessaði að lokum flotann. I3essu varð betur komið við áður en nú á timum; því rneðan seglskipin voru flcst, lögðu þau öll út um likl leyli, er þau byrjuðu veiðar; en því hagar öðru- vísi nú. Virðing hefir ávall og hvervetna fylgt skipum, og sýna gömlu farmskrárnar, að svo hafi verið, Þær dönsku byrjuðu svo: »Eg undirritaður skipstjóri á hinu góða skipi (nafnið) o. s. frv. íslenzkir farmenn og fiskimenn, sem til útlanda koma, munu víða i skipakví- um stórborganna sjá skip með nöfnum, sem enda á »Maru«, Það eru japönsk skip, og er fyrri hluti nafnsins aðalheit- ið, en »maru« þýðir hið góða skip, t. d. »Kagawa Maru«, »Kai ho Maru«, »Genkai Maru«, það þýðir, »Hið góða skip Ka- gawa« o. s. frv.; ber þetta vott um virð- ingu fyrir skipunum, og er hvar sem er fagur siður. Flestir kútterarnir, sem hér voru um aldamót, eru horfnir; en margir fiski- menn bæði kannast við þá og hafa verið á einhverjum þeirra, og er þeir mæta þeim hér við land, mun margs að minn- ast. Færeyingar eiga nú marga þeirra, og stunda þeir árlega veiðar hér við land. Flest bera skipin sömu heiti og þau höfðu hér, en nokkur hafa þó verið skirð öðrum nöfnum. Þau halda áfram að vera sömu gæðaskipin og þau reynd- ust í Norðursjónum og hér, og hvernig gömlu kunningjunum gekk síðastliðið ár, sýnir það er hér fer á eftir, og afl- inn talinn i krónum. Afli 1922: Björn Ólafsson heitir sama........ 58,000 Fríða heitir sama ................ 65,067 Greta heitir Fugloygin ........... 66,741 Guðrún Zoéga heitir sama ......... 59,272 Gunna heitir sama................. 42,202 Haffari heitir sama............... 62,825 ísabella heitir sama ............. 57,001 Josephina h. Johanne Sophie ...... 60,045 Ragnheiður heitir John Bull ...... 88,000 Guðrún Soffía heitir Kristine (ekki verið haldið úti). Langanes heitir sama ............. 52,710 Sléltanes heitir Maria ........... 55,776 Sjana heitir sama ................ 59,160

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.