Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1925, Blaðsíða 8

Ægir - 01.11.1925, Blaðsíða 8
200 ÆGIR myndar bæði æðri og lægri. — Hann var félagsmaður ágætur, sannfæringar- fastur, tryggur félagsbræðrum sínum og trúr sínum hugsjónum, og fast fylgjandi öllu sönnu gagni stéttarbræðra sinna. Sem skipstjóri og stýrimaður hafði hann ábyrgðarmiklum skyldum og störf- um að gegna; en — hann rækti sinar skyldur og störf með sívakandi trúmensku* Hann var æðralaus maður, þótt háska væri að mæta og fór að öllu stillilega; hann var reglusamur maður sjálfur um alla hluti, og heimtaði hið sama af öðr- um; hver hlutur varð að vera á stað, svo fljótt væri til að gripa, ef á lægi: þetta var ein af hans höfuðreglum. Marga bratta förina mun hann hafa farið á sjómenskuárum sínum og í marga hávaxna ölduna mun hann hafa stýrt; því að yfir 60 íerðir fór hann milli ísland og Englands, og í mörgum þeirra var hann skipstjóri. Hann stýrði togaranum »Jóni forseta« í Englandsferðum, meðan leiðin var sem hættulegust á styrjaldarárunum; voru það sannkallaðar svaðilferðir; mælt- ust margir undan þeim ferðum, þótt ó- blauðir væru, þvi líkurnar voru tíðast miklu meiri, að hvorki skip né menn kæmu heilir að landi úr heljargreipum vítisvélanna, sem biðu manna til og frá um höfin. En heill á húfi kom »forsetinn« úr öllum þeim háskaferðum, og má það efalaust — og líklega ekki hvað sizt — mikið þakka varfærni,dugnaði og skyldu- rækni skipstjórans. Aðalhugsun hans i öllum þeim ferðum — eins og í hverjum háska — var sú, að fara djarflega, en þó varlega, að gera skyldu sina með alúð, og trúa svo Guði fyrir sér og treysta handleiðslu hans og stjórnan. Og þessi lífsregla gafst honum vel, — eins og öllum öðrum. Og nú hefir þú, kæri félagi og bróðir, látið frá landi í siðasta sinni; báran var þín banasæng, eins og margra annara vaskra félaga. Það er trú mín og óbif- anleg von, að þú hafir tekið land i »frið- arins höfn« undir handleiðslu hans, sem kyrrir vind og sjó, og sem þ.ú trúðir á og treystir i öllu lífi þinu; og ‘trúrra þjóna verðlaun hefir þú eflaust meðtek- ið samkvæmt hinum fornu og góðu fyr- irheitum. En — vér félagar þínir stöndum hljóðir eftir á ströndinni við dauðans haf; vér hneygium höfuð vor að skilnaði og þökk- um góða samvinnu. Guð blessi minningu þína. F. J. Fundargerð, Fjórðungþings Fiskifélags íslands fyrir Sunnlendingafjórðung. Ár 1925 hinn 18. nóvembermánaðar var Fjórðungsþing Fiskifélags íslands fyrir Sunnlendingafjórðung sett og haldið í kaupþingssalnum í Reykjavik. Forseti Ágúst Jónsson, setti þingið og tilnefndi sem skrifara Helga Jónsson. — Mættir voru, auk þeirra, þessir fulltrúar: Fyrir Keflavik: Árni Geir Þóroddsson. Fyrir Eyrarbakka: Sigurjón Jónsson. Fyrir Akranes: 1. Bjarni Ólafsson, 2. Sveinbjörn Oddsson og 3. Kristmann Tómasson. Fyrir Stokkseyri: Sturlaugur Jónsson ásamt settum skrifara. Fyrir Vestmannaeyjar: Jón Sverrisson og Þorsteinn Jónsson. Auk þeirra sátu þingið: Formaður Fiskifélags íslands Kristján Bergsson. Bankastjóri; Magnús Sigurðsson. J

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.