Ægir - 01.11.1925, Blaðsíða 18
210
ÆGIR
uðum fiski. Ekki veit ég hve duggan var
stór eða hve lengi hún var til. Páll var
vel að sér í siglingafræði engu siður
en austurlandamálum. Hann var frábær
dugnaðarmaður og manna vitrastur, en
einnig dæmalaust hjátrúarfullur.
Stóru hákarlaskip og flulningaskip Breið-
firðinga á 18. og 19. öld voru opin. Þeim
var venjulega siglt, en 12 menn gátu þó
róið þeim. Þau voru sum eins stór og
8 tonna mótorbátar eru nú. Ég sá það
síðasta 1880, og man vel eftir því, ellefu
ára gamall. Á þessum skipum láu menn
úti á hafi, oft í marga sólarhringa, þar
til þeir voru hlaðnir lifur og því bezta úr
hákarlaskrokkunum. Lifrin var alt af
látin sitja fyrir, þegar mikill var afli.
Þegar Heidemann var fógeti hélt hann
úti 2 þilskipum i 3 ár (1786—89). Á þeim
voru ísl. hásetar en útlendur yfirmaður.
Menn vita lítið um þennan útveg eða
hvað gert var við skipin.
Árið 1752 fékk Skúli landfógeti 2 þil-
skip hjá Danakonungi og yfirmenn á
þau. Þeir áttu að kenna Islendingum
sjómensku og betri fiskibátagerð. Nokk-
ur skip voru smíðuð eftir þeirra fyrir-
sögn og dreifðust þau út en líkuðu mið-
ur. Þessum 2 þilskipum var haldið úti
til þorskveiða i 12—14 sumar, en á vetr-
um voru þau höfð til flutninga á milli
laúda. Þessi veiði borgaði sig illa og vann
ekki traust landsmanna.
1 sambandi við þennan þilskipaútveg
var það, að sendir voru 19 sjómenn frá
Noregi til Islands 1771. Þeir áttu að kenna
íslendingum sjómensku, skipasmíðar og
haganlega notkun þorskaneta. Með þeim
var sendur meistari öllu þessu til aðal-
umsjónar. Þessir menn voru allir vel
launaðir. En not þeirra urðu eitthvað
svipuð og Jótsku bændanna 15, sem
nokkrn áður voru sendir hingað til þess
að kenna íslendingum akuryrkju og bú-
skap! íslendingar gátu ekkert lært af
þessum herrum og sáu ekkert eftir þeim
þegar þeir fóru, fullir af hroka og van-
þekkingu á ísl. staðháttum.
Eftir þeirra fyrirsögn voru smíðuð 80
róðrarskip með norsku lagi. Islendingum
þótti þau eigi hentug, sist í brimróti og
undir árum. Þau voru þung á sjó og
landi og hálfu dýrari en jafnstór skip
með ísl. lagi. Islendingar fengust ekki til
að róa á þeim og þau fúnuðu loks niður.
Þessi árin sendi danska stjórnin þil-
skipaflota til íslands. Á þau voru margir
íslendingar ráðnir og áttu þeir að læra
þilskipa-sjómensku og fá þá til þilskipa-
kaupa. Frá 1776—86 komu til jafnaðar
26 skip á ári frá Dönum. En jafnframt
þessu var hverjum íslending heitinn fjár-
stj'rkur til þilskipakaupa, 10 rd. fyrir
hverja lest í skipinu. Það þótti hæfilegt
að skipin væru 15—30 lesta.
Þessi árin um (1780) keyptu 3 menn
35 lesta þilskip. Pessir menn voru Tho-
dal stiftamtmaður, Ólafur Stephensen
amtmaður og Jakobsen kaupmaður. —
Allir voru hásetar á skipinu íslenskir en
skipstjóri norskur. Eitthvað sá stjórnin
athugavert við þessa útgerð írá sjónar-
miði einokunarinnar. Skipið hætti veið-
um eítir 1 eða 2 ár og var lagt upp í
Hafnarfirði og fúnaði þar. Skipið hét:
Örnin islezka.
Enn er þó haldið áfram að eggja íslend-
inga til þilskipakaupa með verðlauna-
loforðum.
Árið 1802 keypti Guðmundur bóndi
Ingimundarson i Breiðholti þilskip 13V2
lesta. Hann fékk hjá stjórninni 135 rd.
styrk. Svo kom hver eftir annan, einkum
Vestfirðingar. Allir fengu þeir líkan tjár-
styrk eftir lestatali skipanna. Eftir 1840
var hætt að veita slikan fjárstyrk.
Enginn vafi er á þvi, að þessi verð-
laun eða styrkur til skipakaupa hefir átt