Ægir - 01.11.1925, Blaðsíða 21
ÆGIR
213
aðferð á lýsinu var mjög áfátt frá heil-
brigðislegu sjónarmiði, gerði óbragðið,
sem á því var, það að verkum að fólk
fékk viðbjóð á að neyta þess.
Aðferðin við lýsisvinsluna tók algerð-
um stakkaskiftum árið 1848, er Charles
Fox, sem var efnafræðingur í Scar-
borough á Englandi, innleiddi þá að-
ferð að bræða lifrina i kerum með tvö-
földum botni með vatni, sem var hitað
upp. Hann stofnsetti fyrstu bræðslustöð
sina i St. John sama ár.
Til þess tíma hafði brúnlýsið verið
notað sem lyf, og þektist ekki annað
þorskalýsi i verzluninni. Lýsi Fox var
ljósgult og hófu ensku lyfsalarnir þegar
baráttu gegn þvi, töldu það lakari vöru.
Það kostaði mikið erfiði að sannfæra
enska kaupendur um það, að lýsi Fox
væri betra og að fá fólk til þess að taka
það fram yfir brúnlýsið.
Árið 1885 kom næsta endurbótin í
iðnaðinum. Þá tókst að ná sterininu úr
lýsinu með kælingu. Uppgötvun þessi,
sem var gerð í Noregi, var harla inik-
ilsverð fyrir lýsisiðnaðinn, lýsið varð bæði
bragðbetra og auðmeltara. Norsku fram-
leiðendurnir héldu uppgötvun þessari
leyndri til 1888, en þá varð aðferðin
innleidd í Nýfundnalandi af umsjónar-
manni einum norskum, Adolph Neilson,
er þá var í þjónustu Nýfundnalands-
stjórnarinnar.
Aðalaðterðin er fólgin í því, að órunn-
in lifrin er höfð i hita, 18—25 stig Fahr-
enheit, þangað til hún er orðin að þykkri
leðju, er því næst siuð gegn um baðm-
ullardúkspoka. Það, sem siað er, er ljóst
og hreint og helst það þannig, jafnvel
við mjög lágan hita. Sá hluti lýsisins,
sem ekki storknar, er þvi næst látinn á
25 gallóna blikktunnur. Afgangs verður
sterin, sem er um 20°/o af lýsismagninu.
Nútíma aðferð.
Árið 1903 flutti Charles Fowler, frá
New-York, sem þá var í þjónustu Scott
& Browne, sem framleiða »Scott’s-EmuI-
sion«, þriðju nýungina í lýsisiðnaðinum,
harla mikilvæga, til Nýfundnalands:
Hann átti frumkvæðið að því, að smíð-
uð voru lifrarbræðsluker, sem gufu var
veitt beint í og er sú aðferð venjulegast
notuð í Nýfundnalandi.
Þegar búið er að þvo lifirina nýja og
óskemda, er hún látin í ker, sem taka
50—100 gallon. Þvi næst er gufu með
50 punda þrýstingu veitt beint í kerið
og lifrin hituð hægt upp, þá soðin þang-
að til hvit froða sezt ofan á kerið. Tek-
ur það hér um bil V2 tíma- Nauðsyn-
legt er að hræra vel í kerinu, svo að
öll lifrin, sem í kerinu er njóti suðunnar
jafnt. Þegar froðan fer að setjast ofan á,
er lokað fyrir gufuna og lýsið látið setj-
ast i fimm mínútur. Bezta Iýsið sezt þá
ofan á og er ausið úr kerinu. Lýsið, sem
flýtur ofan á eftir að kalt er orðið í ker-
inu, er ekki notað sem meðalalýsi. Lýsið
er svo siað í kæliker og látið standa yfir
nóttina. Strax morguninn eftir er það tvi-
siað gegnum hreina poka úr vandaðasta
ameriskum baðmullardúki. Lýsið er leitt
úr siunum gegn um blikktregt beint í
blikktunnurnar, sem eru geymdar á svöl-
um stað, þangað til þær eru látnar í
skip. Hins mesta hreinlætis er gætt um
áhöldin, eru þau vandlega þvegin úr
sápu og vatni, svo þau spilli ekki næstu
bræðslu með þráa eða óhreinindum.
Sú uppgötvun er tiltölulega ný, að
bræða lifrina við lágan hita í loftþéttum
hylkjum, en lýsi það, sem þannig er
framleitt skarar fram úr um bragð og lit.
Skýrala um framleiðsluna.
Framleiðendur ættu að kynna sér vel