Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1925, Blaðsíða 19

Ægir - 01.11.1925, Blaðsíða 19
Æ G I R 211 mikinn þátt i fjölgun þeirra fyrri hluta aldarinnar. Árið 1828 gengu 16 þilskip til veiða frá Vestfjörðum. Þau veiddu bæði þorsk og hákarl. Vestfirskir kaupm. áttu þau flest. Þaðan fóru ungir menn utan og lærðu sjómannafræði t. d. úr Breiða- firði 1848 þrír menn: Ásgeir Ásgeirssön, Gisli Jónsson og ólafur Thorlacius, allir duglegir menn. Ári áður gengu 36 þil- skip til veiða úr Vestfirðingafjórðungi og áttu bændur 13 af þeim. Úrgangssöm voru þessi skip, því þau hafa líklega ver- ið keypt gömul, af vanþekkingu manna. Frá 1832—46 fórust 15 skip Vestfirðinga i sjóinn, flest með allri áhöfn, en 7 voru orðin svo fúin af elli að þau voru rof- in. Sum skipin veiddu að eins þorsk, en flest bæði hákarl og þorsk. Frá Eyja- firði gengu þá nokkur þilskip til veiða, en óvíða annarsstaðar á landinu. VI. íslenzkur fiskur hefir um margar aldir verið eftirsótt vara af útlendingum. Eftir að landið gekk undir Noregskonung var farið að flytja út hertan fisk (skreið). — Áður var allur fiskur étinn i landinu. All-mikill útflutningur af skreið hlýtur að hafa verið á siðari hluta 13. aldar, þvi i hallæri miklu sem þá varð, var bannaður útflutningur á fiski frá íslandi meðan harðærið stæði yfir. Þó hefir útflutningurinn orðið meiri á 14. öldinni. í norsku kórsbræðradóm- skjali frá 1340 stendur þetta meðal ann- ars: »Fyrir skömmu fluttist lítil skreið af íslandi til Noregs, er kölluð var mat- skreið, en i vaðmálum hinn mesti varn- ingur. Nú flyzt af íslandi hinn mesti og bezti varningur i skreið og lýsi«. En ekkert geta menn nú vitað um út- flutningsmagnið. I fyrsta skifti er 1630 minst á aðfluttar og útfluttar vörur til íslands. Þá var (1629 og 30) mikið fiski- leysi fyrir norðan og misjafnir hlutir fyrir sunnan og vestan. Þetta ár var út- flutt 2832 skippund afharðfiski, 207 skp. af saltfiski, 142 tn. af söltuðum þorski og 1448 tn. af lýsi. Næst þegar minst er á útflutningsmagn á sjávarafurðum er 1753. Það ár, og árið næsta á undan, voru talin meðalfiskiár og ekki meira. Þetta ár flytja íslendingar út 5380 skpd. af harðfiski, 396 skpd. af saltfiski, 658 tn. af söltuðum þorski og 471 tn. af lýsi. Fiskileysisár var 1784, Þá var þó flutt út af fiski 5612 skpd. af harðfiski, 2577 skpd. al saltfisk, 704 tn. saltþorsk og 929 tn. af lýsi. Það voru rýr aflabrögð 1806. Þá var þó útflutt af íslandi 2000 skpd. af salt- fiski og hér um bil eins af harðfiski og 2500 tn. af lýsi. Þetta þætti litið nú, en þá voru að eins rúmlega 2000 róðrar- bátar í landinu og 4 þilskip. — Engin skýrsla er til um fiskútflutning aflaárin. Um verðlag á fiski fyr á timum vita menn lítið. Eg ætla að setja hér það, sem ég veil um gamalt fiskverð. Samkvæmt vorþingisskrá Árnesinga, um 1200, eru 120 meðalstórir hertir fisk- ar virtir á 24 álnir. Það mundi hafa ver- ið 13 kr. eftir verðlagi 1900. Árnesingar virtu þá 1 mjölvætt á 30 álnir (nál. 17 \ kr.). — Af þessu má skilja, að lítil bú- hygni var i því að selja fisk fyrir mjöl. Um þessar mundir voru 120 fiskar (100) seldir á Englandi fyrir 12 shilling ensk. Ein mörk gilti til jafns við 12 sh. Þá voru hér um bil 14 lóð af skíru silfri í hverri mörk. í byrjun 15 aldar komst fiskur í afar- hátt verð, líklega vegna fiskþurðar í mannfæðinni eftir Svartadauða. Þá buðu útlendingar landsmönnum 4 tn. af mjöli eða 3 tn. af hveiti fyrir hverja vætt af

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.