Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1925, Blaðsíða 9

Ægir - 01.11.1925, Blaðsíða 9
ÆGIR 201 Fiskifræðingur: Bjarni Sæmundsson. Ritari Fiskifél.: Sveinbjörn Egilson. Einnig mættur: Geir Sigurðsson. Kjörbréf höfðu allir fulltrúar deild- anna. Var þá kosin dagskrárnefnd og fundi frestað fjórðung stundar; kosningu blutu: Árni Geir Þóroddsson, Þorsteinn Jónsson og Sigurjón Jónsson. Fundur settur á ný og lögð fram svo- hljóðandi dagskrá: 1. Vatnsleiðsla í Vestmannaeyjum. 2. Sjúkraskýli í Sandgerði. 3. Merking veiðarfæra og takmörkun róðratíma. 4. Landbelgismál. 5. Fræðslu- og vakningamál. 6. Dráttarbraut mótorbáta. 7. Aukinn styrkur til Fiskifélagsins. 8. Lendingasjóðir. 1. Vainsleiðsla i Vestmannaeyjum: Eftir nokkurar umræður var sam- þykt svohljóðandi Ti 11 a g a: Fjórðungsþingið beinir þeirri al- varlegu ósk til Fiskifélagsstjórnarinn- ar, að hún beitist fyrir þvi að gerð verði á næsta ári tullnaðaráætlun um vatnsveitu í Vestmannaeyjum, og ef hún virðist framkvæmanleg, þá að hlutast til um, að Alþingi veiti styrk til fyrirtækisins. 2. Merking veiðafœra: Til þess að afgreiða tillögu í því máli voru kosnir: Bjarni Ólafsson, Sigurjón Jónsson og Árni Geir Þór- oddsson, og umræðum um það frest- að þar til siðar á þinginu. 3. Sjúkraskýli í Sandgerði: Samþykt var svohljóðandi Tillaga: Fjórðungsþingið skorar á Fiski- þingið að beita sér fyrir sjúkraskýl- isbyggingu i Sandgerði og, einnig á stjórn Fiskifélagsins að undirbúa málið. 4. Frœðslu- og vakningamál. Endirtekin til samþyktar tillaga undir 5. lið íundargerðar frá næst- undanfarandi Fjórðungsþingi. 5. Dráitarbraut í Keflavík. Samþykt var svolátaudi T illa g a: Fjórðungsþingið beinir þeirri ósk til stjórnar Fiskifélagsins, að hún láti mæla og áætla um fyrirkomulag og kostnað hæfilegrar dráttarbrautar i Keflavik. Fnndi slitið kl. 7. e. h. Fimtudaginn hinn 19. nóv. var framhaldsfjórðungsþingsfundur settur á sama stað og áður, i Kaupþings- salnum og voru mættir þeir sömu og daginn áður og auk þeirra ritari Stefán Sigurfinsson fulltrúi fyrir Vatnsleysuströnd. Símskeyti hafði borist frá séra Friðrik J. Rafnar þess efnis að hann boðar forföll. Fyrst var tekið fyrir annað mál á dagskrá um : 6. Merking veiðafœra og takmörkun róðratíma. Nefnd sú, sem kosin var daginn áður i þessu máli, hafði nú lokið störfum sinum og leggur til eftir- fylgjandi T i 11 ög ur: A. Fjórðungsþingið telur nauðsyn- lega merkingu veiðafæra og legg- ur til að sýslulitir verði: Fyrir Mýra- og Borgarfj.s. »Blár«. Fyrir Gullbr.- og Kjósars. »Grænn«. Fyrir Árnessýslu »Rauður«. Fyrir Vestmannaeyjar »Svartur«. Enn fremur skal hver verstöð ákveða undirliti, og senda skýrslu um þá stjórn Fiskifélagsins til

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.