Ægir - 01.11.1925, Blaðsíða 12
204
ÆGlfc
Sigfús Daníelsson verzlunarstjóri
Sigurður Kristjánsson ritstjóri
Frá fiskid. Tilraun, Hnífsdal:
Ingimar Bjarnason skipstj. Fremmri-
Hnifsdal.
Frá fiskideildinni Þuríður Sundafyllir,
Bolungarvík:
Arngrimur Fr. Bjarnason kaupm.
Frá Fiskifélagi Súgfirðinga:
Friðbert Friðbertsson. Suðureyri.
Frá fiskideddinni »Hvöt« Flateyri:
Finnur Guðmundsson skipstj. Kaldá.
Frá Fiskideild Dýrafjarðar:
Andrés Kristjánsson skipstj. Meðaldal.
Frá fiskid. »Víkingur« Rauðasandsbreppi:
Kristján Jónsson erindreki (samkv.
umboði).
t*essi mál voru tekin fyrir á þinginu
og eftirfarandi tillögur gerðar.
1. Fiskiveiðasýning. Svohlj. tillaga sam-
þykt i einu hljóði: »Fjórðungs þingið
skorar á Fiskiþing Islands, að undir-
búa fullkomna fiskisýningu, er haldin
verði 1930«.
2. Fœraspunamál. Tillaga á þessa leið
samþykt: »Fjórðungsþingið álitur
nauðsynlegt að færaspuni geti orðið
innlendur og skorar á Fiskiþingið
að afia fullkominnar áætlunar um
stofnun og rekstur netja- og færa-
verksmiðju, og leggja það mál eigi
lengur undir höfuð«.
3. Dragnólaveiði. Þessi tillaga samþykt:
»Fjórðungsþingið telur nauðsynlegt
að banna fiskiveiðar með dragnót
(Surrevaad) i landhelgi«.
4. Fjölgun eða fœkkun ngtjafiska. Eftir-
farandi tillaga samþykt: »F|órðungs-
þingið telur nauðsynlegt, að um leið
og aflaskýrslum er safnað, sé einnig
fengið yfirlit yfir önglafjölda og færa,
sem aflinn fæst á«.
5. Brimbrjóturinn í Bolungavík. Eftir-
farandi tillaga samþykt: »Fjórðungs-
þinginu er ljós sú mikla þýðing, sem
öldubrjóturinn í Bolungarvik hefir
fyrir þessa frægu og fornu verstöð,
og mælir sem best með þvi, að
Fiskiþingið styðji viðhald og aukn-
ingu öldubrjótsins með fjárfamlögum
eða á annan hátt«.
6. Hvalfriðunarlögin. Svofeld tillaga
samþykt með 5 atkv. gegn 2: Fjórð-
ungsþingið er mótfallið öllum breyt-
ingum á hvalfriðunarlögunum öðrum
en þeim, að skýlaust sé bannað
hrefnudráp«.
7. Þorskneta-tilraunir. Þessi tillaga sam-
þykt i einu hljóði: »Fjórðungsþingið
skorar á Fiskiþingið að veita alt að
2000 kr. styrk til þess að gera ítar-
legar tilraunir með veiði í þorskanet
við ísafjarðardjúp«.
8. Landhelgismál. Svohljóðandi tillaga
samþykt:
a. Fjórðungsþingið telur sjálfsagt,
að landhelgisgæslu verði haldið
, uppi fyrir Vestfjörðum á svip-
aðan hátt og undanfarin tvö
sumur, þar til hið fyrirhugaða
strandvarnarskip er tekið til
starfa. Strandgæslu sé haldið
uppi til 1. desbr.
b. »Fjórðungsþingið skorar alvar-
lega á Fiskiþingið að beita sér
enn á ný fyrir því, að landhelgis-
linan verði færð út, helst svo
að flóar og firðir landsins verði
innan landhelgislínunnar«.
9. Leppmenska. þessi tillaga samþykt i
einu hljóði: »Fjórðungsþingið skorar
á Fiskiþingið að gangast fyrir því,
að leitað sé hinna itrustu ráða til að
uppræta leppmensku innlendra og
útlendra manna hér á landi«.
10. Inntökuskilgrði t Stgrimannaskólann.
Tillaga á þessa leið samþykt:
a. »Fjórðungsþingíð telur bráð-