Ægir - 01.11.1925, Blaðsíða 27
ÆGIR
219
Newfoundl.fiskur 47/a-58 shill. pr. 60 kilo.
Skozkur fiskur 46—56 shill. pr. 60 kilo.
Eftirspurn mikil.
Gennn (7. nov.).
Verð í vikunni, sem endar 7. nóv. hefir
haldist óbreytt. Þetta á þó ekki við is-
lenzkan Labrador style, sem fallið hefir í
verði frá 460 í 450 lírur, hver 100 kilo.
Bareelona (9. nóv.).
í vikunni, sem endaði 9. nóv. fluttust á
markað í Barcelona:
Danskur (Færeyja) fiskur 27 tons. ís-
lerzkur fiskur 575 tons.
Verð óbreytt: 94 — 95 pts. pr. 40 kilo.
Áætlaðar birgðir i vikulok: 900 tons.
Erlendar fiskifréttir.
(Frá generalkoDSÚl Böggild Montreal Canada).
Sjávarafli við Canadastrendur (austur-
og vesturströnd) í septembermánuði, varð
153.603,500 pund og var verðmæti aflans
3,724,133 dollarar. 1 september árinu áður
var afli 108,852,500 pund, að verðmæti
2,890,015 dollarar. Afli sagður heldur að
aukast bæði af þorski, lýr, síld og laxi.
Atlantshafsstrðndin.
Þar aflaðist af þorski, kolmúla, ýsu og
lýr 69,175,400 pund á móts við 53,624,800
pund í sept. 1924, Þorskveiðarnar eru 16.-
996,400 pundum meiri en í fyrra. Er þetta
einkum að þakka góðum aflabrögðum
fiskiflotans frá Luneoburgh, sem komu frá
djúpmiðunum með ágætan afla.
Einu skipi hefir verið bætt við Looh-
port N. S. fiskiflotann og búist er við, að
tveimur verði bætt við bráðlega.
Lýr hefir aflast rúmt helmingi meiri en
í september í fyrra. Varð aflinn 1,875,000
pund.
Af sild aflaðist í september 9,779,800
pund en í september 1924 var aflinn 6.941,-
600 pund; mest af afla þessum kom á
land í Charlottehéraði N. B.
K y rrahafssti öndin.
Af lúðu veiddist 3,373,600 pund, en í
september i fyrra varð lúðuafli 3,346,300
pund.
Af lax veíddust 45.656,400 pund, en í
september 1924 var veiðin 23,338,500 pund.
Þorskveiðar Portúgnlsmanna.
Frétt frá Lissabon 10. nóv. hermir að
mestur hluti Portúgalska fiskiflotans, sem
stundaði veiðar við Newfoundland sé
kominn heim.
Veiðin var yfirleitt góð, svo að það
er álitið að heildarveiðin verði álika og
i fyrra, þrátt fyrir það þó að mikið færri
skip tækju þátt i veiðinni i ár.
Nákvæmar skýrslur eru ekki komnar
enn yfir alla veiðina.
Verðið á þessum fiski verkuðum í
Lissabon er 320 esc. pr. 60 kg.
Gengið: 1 sterling>.pd. = 95,50 esc.
Tollbreyting á salfiski í Lisxabon.
(Tilkynning frá utanríkisráöuneytinu);
Það er opinberlega tilkynt 15. okt. að
tollur af saltfiski í Portugal, sem áður
hefir verið hinn sami fyrir verkaðan og
óverkaðan fisk, verði eftirleiðis mis-
munandi.
Fyrir verkaðan fisk gildir eftirleiðis
sami tollur og var, það er hámarkstoll-
ur, 0,02 esc. og lágmarkstollur 0,01 esc.
pr. kg.
Fyrir þurrsaltaðan eða pæklaðan fisk
verður hámarkstollur 0,005 og lágmarks-
tollurinn 0,005 esc. pr. kg.