Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 9
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. 19. árg. Reykjavik, Janúar 1926. Nr. Fiskimat, (Athuga8emdir um tillögur Fjórðnngs- þing8 Anstfirðinga). Fjórðungsþing Fiskifélagsins í Auslfirð- ingafjórðungi hefir nýlega samþykt tillögur um fiskimat, sem eg álít rétt að gera nokkrar athugasemdir við, áður en þær fara áleiðis til Eiskiþingsins og máske Al- þingis. Fyrsti liður tillögunnar hljóðar svo: — »þar sem sýnilegt er, að meðferð á fiski hefir verið ábótavant allvíða síðustu árin, og orsökin er einkum sú, að fiskur hefir gengið kaupum og sölum innanlands og verið keyptur úr útlendum skipum ó- metinn í báðum tilfellum, oft ómatshæfur þ. e. ekki fullsaltur eða fullslaðinn, þá skorar Fjórðungsþingið á Fiskiþingið, að beita sér fyrir því við Alþingi, að hert verði á ákvæði 4. liðs 1. greinar fiskimats- laganna þannig, að þess verði stranglega gælt, að enginu óverkaður saltfiskur gangi kaupum og sölu innanlands ómetinn, eins og tíðkast hefir, nema hann (fiskurinn) sé ællaður til neytslu í landinu sjálfu«. En 4. liður 1. gr. Fiskimatslaganna, sem vísað er til í tillögunni er þannig: »Áður en verkaður eða óverkaður salt- fiskur gengur kaupum og sölum innan- lands, skal meta hann og flokka eftir gæð- um, ef hann er ætlaður til útflutnings. — Matsmenn skera úr, hvenær óverkaður saltfiskur er matshæfur«. Tilgangur með þessu ákvæði Iaganna var sá, að þelta innlands mat bætti verk- un og meðferð á fiski, og hefir að nokkru náð tilgangi sínum, einkum á verkuðum fiski, en orðið fremur haldlítið í fram- kvæmdinni að því er snertir óverkaðan fisk. það er sjálfsagt rélt, að ef allur fiiskur er melinn áður en hann gengur kaupum og sölum, og fiskverðið siðan miðað við gœðin, þá hefir það áhrif á verkunina til bóta. Þelta má sjá af fordæmum héðan úr umdæminu. Eg get að vísu elcki fallist á, að fiskverkun liafi yfirleitt hnignað sið- uslu árin, en sumstaðar hér í umdæminu er fiskur ekki eins góður og árin 1922 og 1923, og liggja til þess ýmsar orsakir, og meðal annars fylgisleysi við 4. lið 1. gr. fiskimatslaganna. Eg gekk rikt eftir því, fyrst eftir að lög- in öðluðust gildi, að þessum lið væri fylgt. Fiskur, sem var orðinn matshæfur, var æfinlega metinn áður en hann gekk kaup- um og sölum, en ómögulegt var að kom- ast bjá því, að ómatshæfur fiskur (þ. e. ekki fulisaltaður eða fullstaðinn) gengi kaupum og sölum líka, og var þá einnig metinn. Eg er ekki í vafa um, að þelta hefir bætt verkunina, einkum á Labradorfiski, en í nokkrum lilfellum, og einkum á sérstökum stöðum, hefir meðferðin spilst, að minni hyggju einkum vegna óbilgjarnrar sam- kepni kaupmanna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.